fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Brynjar segir Öfga vera að eyðileggja þjóðfélagið – „Hættulegasta fólk heimsins var alltaf í réttlætisbaráttu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 15. október 2021 12:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu í gær. Þar var rætt um ríkisstjórnina og helstu mál hennar en í lokin fór umræðan yfir í baráttuhópinn Öfga.

Brynjar segir að sem lögmaður þekki hann þessi mál vel. „Ég náttúrulega var á sínum tíma í tugum svona málum ef ekki hundruð svona málum. Ég þekki þetta auðvitað betur en flestir aðrir,“ segir hann.

„Þetta er auðvitað í mínum huga bara venjulegt ofstæki sem blossar upp og fær meðbyr, enginn þorir að andmæla. Ég er bara með einfalt sjónarhorn á þetta allt saman: Við erum búin að búa hér til eitthvað réttarríki þar sem mál fara í ákveðinn farveg og eiga að vera þar. Það gilda bara alveg lykilreglur sem allir eiga að þekkja en ef menn hafa brotið af sér og fá dóm þá sitja þeir uppi með þá ábyrgð.“

„Þetta er samfélagsmein“

Í þættinum gagnrýnir þá hópa eins og Öfga og segir að við séum komin á hættulegan stað. „Þegar einhverjir hópar hér eru farnir að taka að sér með skipulögðum hætti að ofsækja fólk í raun og veru, ofsækja fyrirtæki og stofnanir sem hafa slíkt fólk í vinnu og svo framvegis, þá erum á mjög hættulegum stað,“ segir hann.

„Allt slíkt ofstæki hefur alltaf tilvísun í eitthvað réttlæti, þannig hefur það alltaf verið í sögunni. Hættulegasta fólk heimsins var alltaf í réttlætisbaráttu. Ég segi bara, fyrirtæki og stofnanir og félög eiga bara að stíga niður fæti gagnvart þessu, þau verða bara að þora því.“

Þá segir hann að fólk ætti að standa saman og setja sig á móti þessu. „Við eigum bara að taka okkur saman og segja að við ætlum að hafna þessu, við búum í réttarríki, þar gilda ákveðnar leikreglur og við ætlum að fara eftir því,“ segir hann.

„Þetta er samfélagsmein. Menn hafa sitt tjáningarfrelsi og geta gert allt saman, menn geta tjáð sig en að vísu hafa margir farið út fyrir mörkin og þurft að sæta ábyrgð á því.“

Segir að þolendur eigi ekki að njóta vafans

Ljóst er að Brynjar er ekki sammála því að þolendur eigi að njóta vafans. „Það kom mér bara svo á óvart hvernig menn eru tilbúnir að ýta öllum þessum reglum til hliðar,“ segir hann. „Ef við ætlum að ýta þessu öllu til hliðar þá erum við komin í samfélag sem telst ekki siðað samfélag í mínum huga. Menn eru að fara þessa leið, allt í nafni einhvers réttlætis, nafni einhverra byltinga, nafni einhverra réttinda. Þið eruð ekki að því, þið eruð að eyðileggja samfélagið í mínum huga.“

„Ég hef heyrt í mörgum þáttum: „Á ekki þolandinn að njóta vafans?“ og ég segi að í leikreglunum er það hinn sakaði sem nýtur vafans í öllu þegar við erum að tala um háttsemi af þessu tagi. Menn eru bara að snúa öllum hlutunum á haus. Við sjáum auðvitað að fólk deilir um staðreyndir, þú getur séð í fjölmiðlum nágrannadeilur en þú veist aldrei hvor er að segja satt. Hverju áttu að trúa? Trúa? Þetta er miklu flóknara en það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu