fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Föðurbróðir ráðherra finnst ekki – Fjölskylduerjur leiða til dómsmáls um innbrot

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. október 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt ákæra á hendur Valdimar Einarssyni fyrir húsbrot með því að hafa þann 15. september 2020 farið í heimildarleysi inn í íbúðarhús að Lambeyrum í Dalabyggð og dvalið þar í sólarhring. Ástæðan fyrir því að ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu er að yfirvöldum hefur ekki tekist að birta Valdimari ákæruna í persónu. Hann er skráður með lögheimili í Nýja-Sjálandi en aftur á móti er hann með aðsetur í Sólheimum í Dalabyggð.

Áralangar fjölskylduerjur

Ofangreind ákæra er angi af áralangri deilu innan fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, sem hefur áður ratað á síður fjölmiðla.

Þannig greindi Stundin frá því í desember 2017 að Skúli Einarsson, annar föðurbróðir Ásmundar Einars, sakaði ráðherrann um að hafa brotist inn í sama íbúðarhús fyrr á því ári og að lögreglan hefði staðið hann að verki. Í svari til Stundarinnar á sínum tíma sagði Ásmundar Einar að um sorgarsögu væri að ræða sem hann væri lítið inn í.

Í áðurnefndri grein Stundarinnar, sem verðlaunablaðamaðurinn Ingi Freyr Vilhjálmsson er höfundur að, var farið ofan í saumana á því hvernig deilan var tilkomin. Þar var rakið að Ásmundur Einar hefði verið bóndi á Lambeyrum allt til ársins 2009 þegar hann hóf pólitískan feril sinn með Vinstri Grænum og komst inn á þing. Reksturinn á jörðinni var skráður á föður hans, Daða Einarsson, en jörðin sjálf var í eigu annars félags Lambeyrar ehf., sem var í eigu Daða og sjö systkina hans: Jóhönnu, Jónínu, Ólafar, Valdísar, Svanborgar og áðurnefnds Valdimars sem brátt verður dreginn fyrir dóm.

Rekstrarfélag Ásmundar Einars og Daða föður hans fór hinsvegar í þrot með þeim afleiðingum að feðgarnir misstu yfirráð yfir jörðinni sem var seld nauðungarsölu í febrúar 2017. Var það félag í eigu Skúla og tveggja systkina hans, Dön ehf, sem eignaðist jörðina. Rúmum mánuði eftir nauðungarsöluna hélt Skúli því fram að hann hafi staðið feðgana að verki við innbrot.

„Lögreglan stóð þá feðga, Ásmund og Daða, að innbroti þann 18. mars í íbúðarhús sem fylgdi Lambeyrum á nauðungarsölunni. Alls höfum við tilkynnt til lögreglu þrjú innbrot í íbúðarhúsið ásamt þremur innbrotum í útihús sem fylgdu jörðinni. Ég stóð Ásmund að verki í einu af þessum innbrotum í útihúsin. Það tilkynnti ég strax til lögreglu,“ er haft eftir Skúla í grein Stundarinnar.

Ekki spruttu upp dómsmál útaf hinum meintu innbrotum Ásmundar Einars og Daða en í umfjöllun stundarinnar kemur fram að Daði telji sig eiga umrætt íbúðarhús á Lambeyrum því að leyfi hafi fengist til að reisa það á jörðinni þegar Ásmundur Einar var ábúandi á jörðinni.

Bróðirinn Valdimar virðist þó ekki ætla að sleppa við að standa fyrir máli sínu frammi fyrir dómara. Greinilegt er því að systkinahópurinn er klofinn í deilunni.

Skítamáli vísað frá

Þá hafa deilurnar áður ratað inn á borð dómstóla. Þannig greindi RÚV frá því að skítamáli á heimajörð ráðherra hefði verið vísað frá Héraðsdómi Vesturlands. Um var að ræða skaðabótamál sem  Sólheimabúið ehf., félag í eigu Daða höfðaði á hendur systur sinni Svanborgu. Í málinu hélt Daði því fram að Svanborg hefði, eftir að hún hafði slegið og snúið rúmlega 40 hektara túnflekk í hans eigu að Lambeyrum í Dölum, dreift á flekkinn skít með þeim afleiðingum að uppskera eyðilagðist. Fylgdi meðal annars myndbandsupptaka úr lofti af skítadreifingunni. Málinu var hins vegar vísað frá dómi eins og áður segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt