fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Aron býr í Kongsberg þar sem bogamaður gekk berserksgang – „Ég var bara á leiðinni í ræktina“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. október 2021 22:48

Aron Þorfinnsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bý í um tveggja hálfs kílómetra fjarlægð í loftlínu frá svæðinu þar sem þessir atburðir urðu og varð því ekki var við neitt. Ég var bara á leiðinni í ræktina, var nýbúinn að borða kvöldmat og var svona að láta sjatna í mér áður en ég færi í ræktina, þegar ég það var hringt í mig,“ segir Aron Þorfinnson, íslenskur verkfræðingur sem hefur búið í tíu ár í Kongsberg, þar sem maður með boga og örvar skaut á vegfarendur á sjöunda tímanum í kvöld, að norskum tíma. Staðfest er nú að fimm eru látnir eftir árásir mannsins en fleiri eru slasaðir. Ekki er vitað til að Íslendinga hafi sakað í árásinni en 69 Íslendingar búa í bænum, sem er í um 80 km fjarlægð frá höfuðborginni Osló.

Símtalið var frá fyrrverandi eiginkonu Arons sem var á leiðinni út úr bænum þegar hún mætti straum af lögreglubílum. Höfðu þau verið í samskiptum fyrr um daginn og vissi hún um áform hans um að fara í ræktina. Sagði hún við Aron að það borgaði sig ekki fyrir hann að fara í ræktina, sem er einmitt staðsett í miðbænum, þar sem árásirnar áttu sér stað.

„Fyrir utan þetta varð ég ekki var við neitt, enda bý ég sem fyrr segir ekki miðsvæðis,“ segir Aron, en í kvöld höfðu honum borist margar tilkynningar frá Íslendingum sem létu vita að það væri allt í lagi með þá.

„Ég fór inn á staðarvefmiðlana og þar var þetta mjög stutt. Bara að það væri maður með boga og örvar í miðbænum og fólki sagt að halda sig innandyra,“ segir Aron.

Að sögn Arons er Kongsberg afar friðsæll bær þar sem afbrot eru fátíð. „Hér er heitt á sumrin, kalt á veturna, mikill snjór og mikið af trjám,“ segir Aron og segir hann að bærinn minni um margt á Akureyri. Íbúar eru innan við 30 þúsund.

Að sögn Arons er Kongsberg mikill verkfræðingabær og á það sér upptök í því að norska ríkið rak vopnaverksmiðju í bænum frá 18. öld og allt fram til ársins 1987, er verksmiðjan var lögð af og brotin niður, en út úr því spruttu mörg fyrirtæki og mikil tækniþekking leitaði í annan farveg. „Hér eru á bilinu 6-7 þúsund tæknistörf og meðaltekjur hér eru háar,“ segir Aron.

Hann veit ekki til þess að afskipti hafi verið höfð af grunuðum öfgamönnum í bænum og hefur aldrei heyrt af því að öfgaöfl hafi fest rætur í Kongsberg. Þess má geta að samtökin Terror Alarm gáfu út tilkynningu í kvöld þess efnis að ódæðismaðurinn væri hvítur kristinn maður sem áður hefði lýst því á Youtube-rás sinni að hann vildi drepa fólk. Nafngreindu samtökin manninn. Þetta er óstaðfest. Hvorki fjölmiðlar né lögregla hafa gefið út hver var hér að verki.

Staðfest er hins vegar að árásarmaðurinn hefur verið handsamaður og talið er að hann hafi verið einn að verki.

„Þetta er góður bær,“ segir Aron um Kongsberg. Hann segir að atburðir dagsins séu með því allra síðasta sem honum hafi dottið í hug að gæti gerst í þessum heimabæ hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks