fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

PLAY bætir við sig þremur nýjum áfangastöðum – „Við finnum vel að fólk er tilbúið að ferðast“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. október 2021 11:28

Flugfélagið Play stefnir á háloftin í lok júní. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið PLAY tekur nú hvert stökkið á eftir öðru eftir að hafa loksins tekið á loft í fyrsta sinn í júní og hafa nú bætt við sig þremur áfangastöðum, Stafangur og Þrándheim í Noregi og Gautaborg í Svíþjóð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Þar er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra PLAY, að sala á flugmiðum hafi tekið kipp síðustu vikur. „Við finnum vel að fólk er tilbúið að ferðast.“

Fréttatilkynningin í heild sinni:

Þrír nýir áfangastaðir hjá PLAY

Flugfélagið PLAY hefur bætt þremur áfangastöðum í Skandinavíu við sumaráætlun sína. Um er að ræða Stafangur og Þrándheim í Noregi ásamt Gautaborg í Svíþjóð.

Flug til Gautaborgar hefst í lok maí og flogið verður til og frá borginni tvisvar í viku. Þá verður flogið tvisvar í viku til Stafangurs og Þrándheims og hefst flug einnig í lok maí. Miðasala hefst í dag en með þessu er félagið að bregðast við þörf á áætlunarflugi til umræddra borga.

Eins og staðan er í dag er ekkert beint flug frá Íslandi til Gautaborgar sem er önnur stærsta borgin í Svíþjóð. Gautaborg er frábær borg fyrir fjölskyldufrí en þar er til að mynda stærsti skemmtigarður á Norðurlöndunum, Liseberg. Þá má nefna knattspyrnumótið Gothia Cup en það er eitt fjölmennasta barna- og unglingamót sem haldið er í heiminum í dag og árlega fjölmenna íslenskir krakkar og fjölskyldur þeirra á mótið.

Í Stafangri í Noregi búa um tólf hundruð Íslendingar og með beinu flugi PLAY til borgarinnar kemur félagið til móts við þann hóp með ódýrum fargjöldum. Náttúran í kringum Stavanger er víðfræg og finna má fjölda eftirsóttra staða í grennd við borgina. Fjöldi Íslendinga býr einnig í Þrándheimi í Noregi. Þar eru sumarnæturnar oft langar og mildar og borgin er þekkt fyrir fallega miðnætursól.

„Sala á flugmiðum hefur tekið kipp síðustu vikur og við finnum vel að fólk er tilbúið að ferðast. Við erum byrjuð að stækka leiðakerfið okkar og teljum nú tímabært að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri valkosti í Skandinavíu en með þessu fjölgum við áfangastöðunum okkar á Norðurlöndunum úr einum í fjóra. Margir Íslendingar eru búsettir á þessum slóðum og við teljum að við getum byggt upp hagkvæma flugáætlun á þessa staði, bæði með eftirspurn frá Íslendingum og heimamönnum,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar