fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Bryndísi Schram var mikið niðri fyrir: „Þá hefði það verið í fyrsta skipti sem maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að snerta rassinn á ókunnugri konu“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 11. október 2021 14:05

Bryndís Schram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Baldvin. Í ákæru er Jón Baldvin sagður hafa áreitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega með því að strjúka rassi hennar utanklæða upp og niður. Carmen var þá stödd í matarboði á heimili Jóns Baldvins og Bryndísar á Spáni í júní 2018 ásamt móður sinni, yngri systur og íslenskri vinkonu þeirra hjóna.

Bryndís sagði hópinn, utan yngri systurinnar, hafa horft á landsliðsleik Íslands og Argentínu í knattspyrnu á litlu torgi skammt frá heimilinu. „Hann sagði mér seinna, eigandinn, að þessar ungu konur drukku gin og tónik, ég var með hvítvín og aðrir með bjór. Þær drukku sterkari drykki og ég held að það hafi verið upphafið að öllu veseninu,“ sagði hún.

Þegar heim var komið sagði Bryndís að Carmen hafi aðstoðað sig við að bera mat á borðið.

„Ég stóð rétt fyrir aftan rassinn á henni“

Bryndís sagði Carmen hafa aðstoðað sig við að bera mat á borðið, Jón Baldvin hafi verið sestur og búinn að hella í glös hjá öllum. Bryndís sagði það hafa tekið örfáar sekúndur fyrir þær að leggja matarfötin á borðið. „Ef eitthvað hefði gerst, gat það þá gerst á þessum tveimur sekúndum?“ spurði hún í dómsal.

Carmen hafði borið fyrir dómi að Jón Baldvin hafi káfað á sér þegar hún var að hella í glös en Bryndís sagði eina mögulega tækifærið hefði verið þegar Carmen var að setja matinn á borð, en Jón Baldvin hefði sannarlega ekki gert neitt slíkt. „Ég stóð rétt fyrir aftan rassinn á henni,“ sagði Bryndís og var mikið niðri fyrir. „Ef það hefði gerst hefði veislunni verið lokið þar með og ég hefði hent matnum frá mér,“ sagði hún, og ef eitthvað hefði gerst „þá hefði það verið í fyrsta skipti sem maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að snerta rassinn á ókunnugri konu,“ sagði Bryndís.

Hún sagðist hafa boðið mæðgurnar velkomnar inn á heimili sitt en þær sýnt þeim hjónum megna óvirðingu.

„Horfði á mig hatursfullum augum“

Móðir Carmenar, Laufey Ósk Arnórsdóttir, hafi skyndilega sagt að Jón Baldvin ætti að biðja dóttur sína afsökunar á að hafa káfað á dóttur sinni en hann ekkert skilið af hverju. Þá sagði Bryndís að Laufey hafi sagt við Jón Baldvin að hún hafi heyrt svo margar sögur af honum og að hann væri „ógeðslegur.“ Kvöldið áður hafi Laufey hins vegar „dásamað“ sig og Jón Baldvin, og talað um hvað þau væru „… stórkostlegt fólk. Við hefðum alltaf verið svo góð við hana og gefið henni kjark til að horfast í augu við lífið.“

Bryndís segist síðan hafa áttað sig á því að Laufey væri einfaldlega fárveik, og að drekka ofan í lyfin sín sem alls ekki mætti drekka ofan í: „Hún var að drekka frá sér vitið.“

Þá sagði Bryndís að Laufey hafi verið „eins og umskiptingur. Horfði á mig hatursfullum augum.“

Maturinn hafi síðan ekki verið snertur og þær mæðgur allar farið burt, þrátt fyrir að hafa ætlað að gista um nóttina. Bryndís endurtók að allur farangur þeirra hafi þá þegar verið kominn í bílinn, og því augljóst að þær hafi aldrei ætlað sér að gista.

„Jón Baldvin stendur þarna, kallar og æpir, og segir að ef við förum við með þetta í fjölmiðla þá lögsæki hann okkur“

„Jón Baldvin, þú átt að biðja dóttur mína afsökunar. Þú káfaðir á henni. Ég sá það“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður
Fréttir
Í gær

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“