Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur þetta eftir Brynju. Haft er eftir henni að fordómar skýri að hluta hversu viðkvæmt umfjöllunarefni holdafar og heilsa er. „Þetta er hópur sem hefur orðið fyrir kerfisbundinni smánun og fordómum frá upphafi vega,“ sagði Brynja.
Hún sagði að viðbrögð yfirgnæfandi meirihluta við þættinum hafi verið jákvæð en hvað varðar neikvæðu viðbrögðin um samband landsbyggðar og offitu og efnahag heimila vísaði hún í orð barnalæknis í þættinum um tölfræðilega fylgni á milli menntunar, tekna og offitu. Landsbyggðin sé þó fjölbreyttari en svo að hægt sé að setja íbúa hennar undir einn hatt. „Þessi mál hvetja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélaganna til að skoða hvort eitthvað sé í samfélagsgerðinni sem þurfi að breyta og auka þá framboð á aðstoð,“ sagði hún.