fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Icelandair sagði Ólöfu trúnaðarmanni upp þegar hún ræddi réttindamál starfsfólks – Icelandair sagt margsaga um ástæðu uppsagnarinnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 08:00

Reykjavíkurflugvöllur þar sem Ólöf starfaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur rætt uppsögn Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli, í ágúst en henni var sagt upp á sama tíma og hún var í viðræðum við félagið um réttindamál starfsfólks. Hún var eina fastráðna hlaðkonan á flugvellinum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Ólöf og stéttarfélag hennar segi að Icelandair hafi orðið margsaga um ástæður uppsagnarinnar. Fyrst hafi trúnaðarbresti verið borið við, síðan samstarfsörðugleikum og einnig hafi því verið haldið fram að félagið hafi ekki vitað að hún var trúnaðarmaður starfsfólks.

Haft er eftir Ólöfu að ósætti hafi komið upp, þar á meðal vegna kröfu yfirmanna um aukin verkefni hlaðmanna. Hún nefndi einnig breytingar á vinnutíma og álag tengt flutningum á fötluðu fólki.

„Þetta var mikið sjokk. Ég hef ekki verið rekin áður,“ sagði hún.

Hún sagði að hlaðmönnum á Reykjavíkurflugvelli hafi fækkað ört á síðari árum og vinnuaðstæður verkafólks hafi orðið sífellt verri að sögn samstarfsmanna hennar.

Efling segir að málið opni nýjan og dimman kafla í sögu atvinnulífs á Íslandi. „Sérstaklega í ljósi þess að uppsögnin og atlagan að verkafólki á plani er studd með ráðum og dáð af Samtökum atvinnulífsins,“ er haft eftir Viðari Þorsteinssyni hjá Eflingu. Með þessu vísar hann í að Samtök atvinnulífsins hafi á fundum stutt dyggilega við bakið á Icelandair í tengslum við uppsögn Ólafar. Hafi framkvæmdastjóri samtakanna lýst yfir stuðningi við uppsögnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“