fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Hver er þessi Ingi Tryggvason? „Okkur þykja þetta vera kaldar kveðjur frá dómsmálaráðherra til flokksbræðra sinna“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 1. október 2021 19:00

Ingi Tryggvason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi hefur vakið mikla athygli en það hefur framganga formanns yfirkjörstjórnar í kjördæminu, Inga Tryggvasonar, ekki síður gert. En hver er þessi maður ?

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði Inga í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness frá 31. ágúst 2020. Ingi Tryggvason lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1989 hefur meðal annars starfað sem fulltrúi við Héraðsdóm Vesturlands 1994-1998 og á því tímabili verið í nokkur skipti settur héraðsdómari. Frá árinu 1999 hefur hann rekið eigin lögmannsstofu og fasteignasölu og samhliða því sinnt ýmsum stjórnsýslustörfum. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Sjálfstæðisflokkur vs. hinir

Árið 2006 var Ingi formaður stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hafði þá tekið ákvörðun um að lykilembætti lögreglunnar á Vesturlandi yrði á Akranesi en ekki Borgarnesi eins og upphaflega hafði verið gert ráð fyrir.

„Okkur þykja þetta vera kaldar kveðjur frá dómsmálaráðherra til flokksbræðra sinna að senda lykilembættið í fang andstæðinganna,“ sagði Ingi af þessu tilefni og greint frá frá í Fréttablaðinu þann 6. janúar 2006.

„Akranes er eina stóra þéttbýlið á Vesturlandi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið í meirihluta um árabil en þar eru Samfylkingin og framsóknarmenn í meirihluta meðan Sjálfstæðisflokkur er ýmist einn í meirihluta eða í meirihlutastjórn víðs vegar á Vesturlandi,“ sagði Ingi ennfremur.

Fréttina má sjá í meðfylgjandi skjáskoti.

Víða megin borðsins

Ingi var einnig í fréttunum árið 2011. Þann 22. október það ár greindi DV frá því að par hafi neyðst til að flytja frá Borgarnesi eftir að Borgarbyggð fór fram á nauðungarsölu á íbúð þeirra. Forsvarsmenn sveitarfélagsins vissu ekki að innheimtan væri komin í uppboðsferli fyrr en eignin hafði verið slegin Arion banka. Lögmaður sveitarfélagsins var Ingi Tryggvason. Hann fór fram á uppboðið og keypti síðan íbúðina sem fulltrúi bankans á sama uppboði. Þá greindi DV ennfremur frá því að töluverðar líkur væru á að Ingi fengi íbúðina síðan til sölu hjá sér sem fasteignasali. Fulltrúi í sveitastjórn sagði málið siðferðislega umhugsunarvert en Ingi sagði ekkert óeðlilegt við þessi vinnubrögð.

Þá sagði sveitastjórinn í samtali við DV að ekkert benti til hagsmunaárekstra í málinu. „Ingi sé með mikið af viðskiptum á svæðinu sökum þess að hann hafi á tímum rekið einu lögfræðistofuna. Það tíðkist í minni bæjarfélögum að menn séu með mörg járn í eldinum.“

Misræmið

Sem kunnugt er var töluvert misræmi á milli talninga í norðvesturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar. Til að mynda þá fjölgar atkvæðaseðlum um tvo í endurtalningunni. Þá fækkar auðum atkvæðaseðlum um tólf milli talninga, en ógildum fjölgar um ellefu. Viðreisn missir níu atkvæði milli talninga, atkvæðum Sjálfstæðisflokks fjölgar um tíu, Miðflokkur missir fimm en Framsókn fær fimm til viðbótar.

Talningin hefur verið kærð bæði til lögreglu og kjörbréfanefndar Alþingis.

Sagðist fullkunnugt um lögin

Framganga Inga þegar hann hefur svarað fyrir talninguna hefur vakið nokkra athygli. Á sunnudag, daginn eftir kosningar, sagðist hann í samtali við Vísir.is ekki hafa innsiglað kjörgögn eftir upphaflegu talninguna eins og kosningalög gera ráð fyrir, og bar fyrir sig hefð.

„Já, ekki innsigluð. Það hefur aldrei verið gert. Þau eru bara skilin eftir og læst inn í salinn. Svo förum við heim og hvílum okkur í smá tíma og förum aftur á staðinn. Þetta er bara vinnulag sem er búið að vera eins lengi og ég veit. Það er ekkert innsiglað, það er engin aðstaða til að innsigla þetta,“ sagði hann við Vísi.

Inga var samt alveg kunnugt um ákvæði kosningalaga eins og fram kom í samtali hans við DV á mánudag þegar honum var bent á að kjörgögnin eigi að vera innsigluð. Hann svaraði þá: „Ég veit það alveg. Ég er bara að tala um framkvæmdina. Ég er bara að tala um hvað þetta er fíflaleg umræða.“ Komið hefur fram að kjörgögn voru innsigluð eftir talningu i öllum kjördæmum nema norðvestur.

Þá gerði hann lítið úr gildi innsiglanna. „Þessi innsigli eru afar ómerkileg. Ef einhver vill svindla þá gera þessi innsigli ekkert gagn. Jafnvel þó það væru almennileg innsigli, ef menn ætla að svindla í kosningum þá svindla þeir í kosningum,“ sagði hann við DV.

Kallaði innsiglin límband

Sama dag kallaði hann innsiglin „límband“ í samtali við Fréttablaðið.

Innsiglin eru þó miklu meira en límband þó sannarlega sé lím á þeim. Hvert innsigli er númerað og þau breyta um lit þegar þau eru fjarlægð. Það sést því greinilega ef þau eru límd á aftur.

Í samtali við Stundina á fimmtudag sagðist hann síðan ekki hafa minnstu hugmynd um hversu margir lyklar væru að inngöngum að salnum á Hótel Borgarnesi þar sem talningin fór fram og kjörgögn voru geymd í án innsigla í nokkrar klukkustundur á milli talninga.

„Þetta er hluti af hótelinu, þetta er ekki húsnæði sem yfirkjörstjórn á. Það geta verið 50 lyklar að þessu plássi, ég veit það ekki. Við létum ekki skipta um skrá á húsnæðinu,“ sagði Ingi við Stundina og bætti við: „Það getur vel verið að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að þessu rými.“

„Það kemur málinu ekkert við“

Þá birti tengdadóttir hótelstjórans myndir sem virðast teknar innan í salnum þar sem kjörgögn sjást óvarin. Stundin spurði Inga að því hvort hann hafi rætt við starfsmanninn sem tók myndirnar eftir að málið kom upp en hann sagði „að það komi málinu ekkert við“.  Sama sagði hann eiga við þegar hann var spurður út í það hvort hann þekkti starfsmanninn persónulega. „Það kemur málinu ekkert við.“

Í yfirlýsingu frá yfirkjörstjórn norðvesturkjördæmis sem send var út í dag segist hún harma þá stöðu sem sé komin upp vegna starfa hennar á talningarstað í kosningum. Ennfremur biður yfirkjörstjórn frambjóðendur og kjósendur afsökunar, og segist axla alla ábyrgð á stöðunni. Meðlimir hennar munu þó ekki tjá sig frekar að sinni um þessi mál.

Kjörgögn meðhöndluð áður en kjörstjórn var öll mætt – Búið að upplýsa lögreglu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd
Fréttir
Í gær

Nefnir tíu kosti við að Bandaríkin kaupi Ísland

Nefnir tíu kosti við að Bandaríkin kaupi Ísland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“