fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fréttir

Ásakanir um ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi – „Hann tók mig kverkataki og svo öskraði hann yfir mig svívirðingar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 31. janúar 2021 19:00

Meðferðarheimilið Laugaland. Mynd: Auðunn Níelsson/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eitthvað sem ég sagði gerði það að verkum að Ingjaldi fannst ég vanþakklát. Hann varð skyndilega ævareiður og dró mig eina út úr hópnum eftir mölinni á bílastæðinu þannig að ég rispaðist og marðist. Hann tók mig kverkataki og svo öskraði hann yfir mig svívirðingar alla leiðina heim. Þegar þangað var komið hélt niðurlægingin áfram þar sem hann stóð yfir mér í rúminu mínu og öskraði. Ég var þrjósk og ákveðin í að halda í stoltið og láta hann ekki sjá mig gráta,“ segir Gígja Skúladóttir hjúkrunarfræðingur í viðtali við Stundina.

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllun þar sem birtast ásakanir á hendur Ingjaldi Arnþórssyni, fyrrverandi forstöðumanni Varpholts, sem síðar varð Laugaland. Ingjaldur var forstöðumaður heimilisins á tímabilinu 1997 til 2007. Þess má geta að vel hefur verið látið af starfsemi Laugalands seinni árin.

Gígja og fleiri konur sem stíga fram og greina frá meintri illri meðferð á Laugalandi, er þær voru vistaðar þar á unglingsaldri, segja að stúlkur hafi þar verið kerfisbundið brotnar niður og lagðar í einelti, beittar andlegu og stundum líkamlegur ofbeldi. Ingjaldur er sagður hafa verið mislyndur og óútreiknanlegur í framkomu. Brotið hafi verið gegn rétti stúlknanna til einkalífs meðal annars með því að lesa upp úr dagbókum þeirra fyrir framan aðra. Ingjaldur harðneitar ásökunum Stundarinnar í viðtali og bendir á að heimilið hafi verið undir stöðugu eftirliti Barnaverndarstofu sem ekki hafi séð neitt athugavert við starfsemina.

Gígja fullyrðir enn fremur að stundum hafi föt verið tekin af stúlkum og þær gerðar að athlægi með því að láta þær klæðast tiltekinni ljótri flík sem fól í sér útskúfun:

„Og svo var það Russell-gallinn eins og við kölluðum hann. Við munum flestar eftir honum og það með hryllingi. Sú sem var verið að refsa átti að vera í þessari ljótu flík og við upplifðum algjöra útskúfun og jaðarsetningu. Það mátti enginn tala við eða horfa á stelpuna sem var í gallanum. Ingjaldur lét okkur þannig taka þátt í einelti gagnvart hver annarri. Ef þú talaðir við stelpuna í gallanum var þér refsað. Ég veit núna að þetta var útpælt ofbeldi. Hann var að skapa ósamstöðu á milli okkar stelpnanna. Eitt sinn las hann til dæmis upp úr dagbókinni minni á hópfundi það sem ég hafði skrifað um stelpuna sem var með mér í herbergi. Hún sat við hliðina á mér meðan á upplestrinum stóð.“

 Úttekt Stundarinnar á Laugalandi er brotin niður í margar greinar sem finna má víðsvegar á vef miðilsins. Greiða þarf áskrift til að lesa greinarnar í heild.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“
Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu