Karlmaður um sextugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. Febrúar, en hann er talinn tengjast skotárásum sem hafa beinst að skrifstofu Samfylkingarinnar og bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Einnig kemur fram að rannsókn málsins miði vel.
Sjá einnig: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn vegna árásarinnar í garð Dag
Líkt og greint var frá í dag hefur annar karlmaður líka verið handtekinn vegna málsins. Sá hefur réttarstöðu sakbornings í málinu. Fram kemur í fyrri tilkynningu lögreglu um málið hafi rangar upplýsingar komið fram: maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, en er ekki í haldi lögreglu.
Tilkynning lögreglu er eftirfarandi:
Karlmaður um sextugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum. Rannsókn málsins miðar vel, en annar karlmaður hefur einnig réttarstöðu sakbornings í málinu.
Í fyrri tilkynningu um málið í dag var ranglega sagt að maðurinn í haldi lögreglu, sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, væri á fimmtugsaldri og leiðréttist það hér með.