fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

22.000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga síðasta árið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að umbrot hófust við Grindavík þann 26. janúar á síðasta ári hafa 22.000 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Flestir hafa þeir verið vægir og undir 3 að styrk.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þegar umbrotin við Grindavík hófust hafi komið í ljós að þar hafði jörð risið um tvo sentimetra á fimm sólarhringum. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir og sé það enn í gildi.

Morgunblaðið hefur eftir Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, að nú sé meiri óróleiki á Reykjanesskaga en áður hafi sést. Virknin sé að mestu frá Reykjanestá að Kleifarvatni. Breytingar séu á virkninni á milli vikna en þegar heildarmyndin sé skoðuð sjáist að skjálftavirkni á svæðinu hafi ekki mælst ákafari síðan stafrænar mælingar hófust 1991.

Á síðustu mánuðum hafa órói og upptök skjálfta færst lengra til austurs, í átt að Krýsuvík. Má þar nefna að skjálfti upp á 5,6, sem varð 20. október, átti upptök sín ekki langt frá Djúpavatni.

Haft er eftir Kristínu að eðlilegt sé að setja atburðarásina á Reykjanesskaga síðasta árið í stórt samhengi og draga ályktanir. Gera megi ráð fyrir að spenna sé að safnast í jörðu milli Kleifarvatns og Bláfjalla og að ekki losni um hana nema í stórum skjálfta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök