fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Orkubúið ætlaði að loka fyrir rafmagn til Kampa – Skuldin sögð nema tugum milljóna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 07:59

Rækjuverksmiðjan Kampi er á Ísafirði. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkubú Vestfjarða hugðist loka fyrir rafmagn til rækjuverksmiðjunnar Kampa á Ísafirði eftir að fyrirtækið hætti að greiða af skuld sinn. Morgunblaðið skýrir frá þessu og fékk þetta staðfest hjá Elíasi Jónatanssyni, Orkubússtjóra. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að skuldin hafi numið tugum milljóna en Elías vildi ekki tjá sig um það.

Rækjuvinnslan fékk greiðslustöðvun til þriggja vikna í síðustu viku eftir að í ljós kom að fjárhagsstaða fyrirtækisins var allt önnur en fram kom í ársreikningi en hún er sögð vera hundruðum milljóna króna verri.

Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður Kampa, hefur sagt að þetta megi allt rekja til eins stjórnanda hjá fyrirtækinu en sá hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu og í gær var honum vísað úr stjórn fyrirtækisins.

Morgunblaðið hefur eftir Elíasi að skuld Kampa sé að hluta til gömul. Hún hafi farið lækkandi á síðasta ári eða þar til síðari hluta ársins þegar seig á ógæfuhliðina. „Þá hætta að berast reglulegar greiðslur, en fram að því höfðu plön félagsins verið trúverðug. Þetta var komið þangað að við ætluðum að loka á rafmagnið til þeirra,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg