Rækjuvinnslan fékk greiðslustöðvun til þriggja vikna í síðustu viku eftir að í ljós kom að fjárhagsstaða fyrirtækisins var allt önnur en fram kom í ársreikningi en hún er sögð vera hundruðum milljóna króna verri.
Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður Kampa, hefur sagt að þetta megi allt rekja til eins stjórnanda hjá fyrirtækinu en sá hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu og í gær var honum vísað úr stjórn fyrirtækisins.
Morgunblaðið hefur eftir Elíasi að skuld Kampa sé að hluta til gömul. Hún hafi farið lækkandi á síðasta ári eða þar til síðari hluta ársins þegar seig á ógæfuhliðina. „Þá hætta að berast reglulegar greiðslur, en fram að því höfðu plön félagsins verið trúverðug. Þetta var komið þangað að við ætluðum að loka á rafmagnið til þeirra,“ er haft eftir honum.