fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Titringur innan KKÍ – Körfuboltadómari rekinn fyrir að reyna við leikmann í skilaboðaspjalli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 20:00

Mynd: KKÍ. Tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktur körfuboltadómari hefur verið settur út í kuldann og dæmir ekki frekar í leikjum á vegum Körfuknattleikssambands Íslands vegna rafrænna samskipta við leikmann í úrvalsdeild kvenna, samkvæmt staðfestum heimildum DV. Atvikið gerðist í febrúar árið 2020.

DV hafði samband við Hannes S. Jónsson, formann KKÍ, og bar málið undir hann. Hann kannast við málið og segir að umræddur dómari sé ekki lengur „virkur í niðurröðun dómaranefndar“. Það sé ekki innbyggt inn í ferla varðandi störf dómara að setja einhvern í bann fyrir fullt og allt, en þetta sé staðan núna varðandi þennan tiltekna dómara og ekkert bendi til að hún muni breytast.

Að sögn Hannesar fólu umrædd rafræn samskipti í sér að dómarinn var að stíga í vænginn við leikmanninn sem þótti nálgunin óþægileg og kvartaði. Hannes segir að samskipti af þessu tagi af hálfu dómara við leikmann séu óeðlileg og ekki liðin innan KKÍ. Þess vegna sé umræddur dómari ekki lengur á lista yfir tiltæka dómara í leikjaniðurröðun sambandsins.

Óljóst er hve umtalað málið er innan hreyfingarinnar. Vilja sumir meina að kórónuveirufaraldurinn og stöðvun á Íslandsmótinu hafi svæft umræðuna. Karlmaður sem er virkur innan körfuboltahreyfingunnar segir að málið sé á vitorði margra og nær allir innan hreyfingarinnar viti að eitthvað af þessu tagi hafi átt sér stað en mörgum séu efnisatriði málsins ekki kunn.

Leikmenn eigi ekki að fá skilaboð frá dómurum

DV hefur rætt við leikmenn í deildinni sem vitna um að þetta tiltekna mál sé ekki einsdæmi, einhver brögð séu að því að dómarar í deildinni nálgist leikmenn með þessum hætti með rafrænum skilaboðum. Hannes veit aðeins um þetta eina mál og fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti körfuboltadómara séu til fyrirmyndar í öllum samskiptum innan vallar sem utan.

Tekið skal fram að eftirgrennslanir DV benda ekki til þess að framkoma af þessu tagi sé útbreidd meðal dómara en ljóst er þó að einhverjir fleiri hafa gert sig seka um að nálgast leikmenn á samfélagsmiðlum á þann þátt sem leikmönnum þykir óþægilegur. Er hér um að ræða karlkyns dómara gagnvart leikmönnum í kvennaflokki.

„Leikmenn ættu ekki að vera að fá skilaboð frá dómurum eftir leiki,“ segir ónefndur leikmaður í samtali við DV. „Við þurfum að mæta þessum gæjum reglulega og það er ekki auðvelt fyrir stelpur að stíga fram með svona. En samt myndu margar þeirra gjarnan að það yrði fjallað eitthvað um þetta,“ segir sami leikmaður.

„Vitað er að fleiri dómarar hafa sýnt svipaða hegðun án afleiðinga.“ segir einn aðili í skilaboðum til DV. Sá aðili heldur því jafnframt fram að ekki hafi verið gripið til aðgerða af hálfu KKÍ gagnvart dómaranum sem hér um ræðir fyrr en leikmaðurinn hótaði að fara með málið í fjölmiðla. Tekið skal fram að þær fullyrðingar eru ósannaðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður