fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Rannsókn lögreglu á mannsláti í Sundhöllinni á frumstigi – Krufning á næstu dögum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 25. janúar 2021 12:28

Maðurinn fannst hreyfingarlaus í innilaug Sundhallarinnar í Reykjavík. mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á andláti manns í Sundhöll Reykjavíkur er nú á frumstigi að því er heimildir DV herma. Málið er rannsakað sem vinnuslys.

DV sagði frá því á fimmtudaginn að lögregla og sjúkralið hafi verið kallað út klukkan 12:02 að Sundhöll Reykjavíkur vegna manns sem fannst hreyfingarlaus á botni innilaugar Sundhallarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á föstudaginn var málið þá skráð sem „endurlífgun“ í þeirra bókum. Maðurinn var endurlífgaður á staðnum og fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar.

Maðurinn sem um ræðir var 31 árs gamall og glímdi við undirliggjandi veikindi, að því er sagði í tilkynningu lögreglunnar um málið síðastliðna helgi. Morgunblaðið ræddi í gærkvöldi við Guðna Heiðar Guðnason, faðir drengsins sem lést. Kvaðst Guðni ósáttur við yfirlýsingu Margeirs Péturssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns um undirliggjandi veikindi sonar síns og segir þau ekki hafa þurft að leiða til dauða hans.

Hinn látni starfaði í geðþjónustu og var með skjólstæðingi sínum í sundlauginni er slysið bar að. Samkvæmt Guðna barst honum fyrst fregnir af andláti sonar síns frá fjölskyldu skjólstæðingsins.

Guðni gerir jafnframt alvarlegar athugasemdir við sundlaugarvörslu í Sundhöll Reykjavíkur og spyr hvernig það geti gerst að hann liggi þar í sex mínútur áður en hans verður vart. Sundhöll Reykjavíkur á að vera útbúinn búnaði sem lætur sundlaugarverði vita ef eitthvað liggur hreyfingarlaust á botni laugarinnar í meira en 15 sekúndur.

Í samtali við DV sagði Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar að allar sundlaugar borgarinnar væru útbúnar öryggismyndavélum en gat ekki sagt hvort umræddur búnaður hafi verið á staðnum eða ekki. Verið væri að skoða annan útbúnað í sundlauginni og von væri á tilkynningu um málið.

Næstu skref í rannsókn málsins hjá lögreglunni verða þau að komast að dánarorsök og mun því krufning fara fram. Samkvæmt Jóhanni Karli Þórissyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er viðbúið að krufningin muni fara fram í þessari eða næstu viku. Segir hann að næstu skref í rannsókninni muni skýrast af niðurstöðum hennar.

Ekki náðist í Margeir Pétursson aðstoðaryfirlögregluþjón við vinnslu þessarar fréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sjúkratryggingar Íslands tjá sig um meint brot starfsmanns – „Umfangsmiklar svikagreiðslur“

Sjúkratryggingar Íslands tjá sig um meint brot starfsmanns – „Umfangsmiklar svikagreiðslur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Vilja flagga alla daga
Fréttir
Í gær

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón bendir á rangfærslur í málflutningi Einars

Jón bendir á rangfærslur í málflutningi Einars