Ísland tapaði fyrir sterku liði Frakklands á HM í handbolta í Egyptalandi. Lokatölur 28-26. Leikurinn var hnífjafn en Frakkar voru sterkari á lokamínútunum.
Allt annað var að sjá til liðsins en í tapinu gegn Sviss í vikunni en Frakkar eru með mun sterkara lið.
Bjarki Már Elísson var markhæstur með 9 mörk og Viggó Kristjánsson skoraði sjö. Markvarsla var fín en Viktor Gísli Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson vörðu samtals 13 skot.
Síðasti leikur Íslands á mótniu er gegn Noregi á sunnudag.