fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Gunnar viðurkennir að hafa fengið far með einkaþotu – Eins og að bíða eftir strætó og vera boðið far með Range Rover

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 17:00

Gunnar Smári og Jón Ásgeir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segist í samtali við blaðamann DV hafa þegið boð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að fá far í einkaþotu til að komast á milli Íslands og Danmerkur.

Í ævisögu sinni sem kemur út næstu daga fer Jón Ásgeir heldur ófögrum og háðulegum orðum um Gunnar Smára, segir hann hafa verið afleitan rekstrarmann fjölmiðlafyrirtækja í eigu Jóns Ásgeirs, og segir orðrétt: „Og svo er hann sósíalistaforingi í dag, maður sem í þá daga nennti helst ekki til Danmerkur nema að fá undir sig einkaþotu.“

Sjá einnig: Jón Ásgeir hraunar yfir Gunnar Smára í nýrri bók

Þetta á að hafa gerst þegar Gunnar og Jón unnu saman að danska fríblaðinu Nyhedsavisen. Ef Gunnar man rétt var um að ræða einkaþotu sem Jón var með í láni.

Gunnar segir að hann hafi oft flogið með Icelandair á þessum tíma, en í ákveðnum aðstæðum hafi hann ekki komist á milli Íslands og Danmerkur í tæka tíð, og þá hafi Jón boðið honum far með einkaþotu, sem væri vissulega fljótlegra.

„Þetta er eins og ég væri að bíða á strætóstoppustöð eftir strætó, á leiðinni til Solfoss. Þá kæmi einhver á Range Rover og spyrði hvert ég væri að fara. Ég myndi segja að ég væri að fara til Selfoss, og hann myndi bjóða mér far þangað, og ég myndi þiggja.“

Einnig veltir Gunnar því fyrir sér hvers vegna Jón sé að velta sér upp úr þessu og spyr hvort honum hefði þótt réttara hefði Gunnar afþakkað boðið.

Aðspurður segist Gunnar Smári ekki hafa í hyggju að lesa bók Jóns Ásgeirs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum