fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Svavar Gestsson er látinn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. janúar 2021 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra er látinn.

Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í nótt. Eftirlifandi eiginkona Svavars er Guðrún Ágústsdóttir, fyrrum forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Börn Svavars eru Svandís, Benedikt  og Gestur og stjúpbörn hans eru Ragnheiður, Árni og Gunnhildur.

Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum þann 26. júní 1944.  Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964 og nam síðan lögfræði við Háskóla Íslands.

Hann gegndi ýmsum störfum ber þar helst að nefnda fjölda opinberra embætta, en gengdi hann þeim mörgum í gegnum tíðina.

Hann var viðskiptaráðherra 1978-1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980-1983, menntamálaráðherra 1988-1991 og sendiherra frá 2001-2010 og eru þá aðeins fáein dæmi tekin.  Alls sat hann á þingi í 21 ár, fyrst fyrir Alþýðubandalagið og síðan Samfylkingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina
Fréttir
Í gær

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Í gær

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband