Myndir og myndbönd hafa nú farið í víða dreifingu af árásinni í Borgarholtsskóla sem átti sér stað nú rétt eftir hádegi í dag.
Í samtali við blaðamenn DV fyrr í dag lýstu nemendur í Borgarholtsskóla og vitni að árásinni réðust inn í skólann vopnaðir kylfum og samkvæmt lýsingum þeirra, hnífum.
Að minnsta kosti einn var handtekinn. Samkvæmt lýsingum vitna var hann borinn blóðugur og handjárnaður inn í sjúkrabíl af lögreglumönnum.
Sjá nánar: Að minnsta kosti einn handtekinn eftir árás í Borgó – „Það fóru margir blóðugir út úr skólanum.“