fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Að minnsta kosti einn handtekinn eftir árás í Borgó – „Það fóru margir blóðugir út úr skólanum.“

Tobba Marinósdóttir, Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 13:43

Mynd tekin við Borgarholtsskóla á miðvikudaginn. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemendur í Borgarholtsskóla voru fluttir á slysadeild eftir að árás var gerð í skólanum á 2. hæð hússins laust fyrir kl. 13 í dag. Vísir greindi fyrst frá og segir fjóra nemendur hafa verið flutta á slysadeild til aðhlynningar en ekki talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða. Sérsveitarmenn voru kvaddir til og var árásarmaður fluttur blóðugur á höfði út.

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við DV ekki geta staðfest fjölda meintra árásarmanna né fjölda særðra. Hann segir jafnframt að skólinn hafi ekki verið rýmdur. Rannsókn á málinu er nú á frumstigi og þeir séu að reyna að átta sig á atburðarrásinni.

Samkvæmt viðmælanda DV sem varð vitni að árásinni átti hún sér stað við stigahús skólans á annarri hæðinni:„Það sem ég sá þarna gerast var að það voru á bilinu fjórir til sex einstaklingar að slást af býsna mikilli hörku. Slagsmálin fóru mest fram á ganginum en líka inni á klósettunum. Fyrst virkaði þetta eins og venjulegur menntaskólaslagur og voru kennarar byrjaðir að stoppa þetta, en svo birtist maður með hafnaboltakylfu og byrjar að dúndra í alla í kringum sig.“ Svo lýsir vitnið árásinni í samtali við blaðamann DV.

Aðspurður hvort einhver hafi slasast í árásinni segir viðmælandinn: „Það fóru margir blóðugir út úr skólanum.“

„Átökin bárust svo niður stigann og á meðan reyndu kennarar að stöðva árásina, en svo birtist einhver með hníf. Ég sá samt ekki hvort honum hafi verið beitt eða hvort einhver hafi verið stunginn. Þegar sást til hnífsins bökkuðu kennararnir og hringdu á lögregluna.“

Viðmælandinn segist lögregluna hafa verið komna á staðinn á um tveimur mínútum. Lögreglan rak alla kennara og nemendur inn í skólastofur. „Ég fór inn í mína stofu og sá þar fyrir utan húsið lögreglubíl, fjölda sjúkrabíla, slökkviliðsbíl og tvo sérsveitarbíla.“

Þá lýsir vitnið því hvernig lögregla hafi svo leitt nokkra einstaklinga í lögreglubíla. Hann segist jafnframt hafa séð einn handjárnaðan og leiddan slasaðan inn í sjúkrabíl.

Að því loknu var hann ásamt öðrum nemendum skólans reknir úr byggingunni og sagt að fara heim.

Kaffæringar á salerni og ljósakrónu beitt

Annar sjónarvottur að átökunum segir að einhverjir hafi verið að kaffæra nemanda í salerni. Síðan hafi verið rólegt þar til piltur einn mætti með hafnaboltakylfu og hnífasett. „Hann mökkaði einn gæjann og sá hljóp niður tröppurnar og hljóp á mig og annar gæji kom með ljósakrónu og …“ barði piltinn með hafnarboltakylfuna.

Segir hann jafnframt að sá með hafnaboltakylfinu hafi átt í hnífabardaga fyrir utan skólann en lögreglan kom þá á vettvang og stöðvaði átökin.

Í leiðréttri lýsingu á þessu segir að pilturinn með hafnaboltakylfuna hafði verið laminn með ljósakrónu í þann mund sem lögreglan var að handtaka hann. Þá segir að nemandi hafi fengið hnífstungu í höndina.

Lögregla hefur ekki getað gefið neina mynd af átökunum og þau eru í rannsókn.

Tilkynning frá lögreglu um málið

Lögregla sendi frá sér fréttatilkynningu um málið á fimmta tímanum í dag og er hún eftirfarandi:

„Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi um hádegisbil í dag, en upplýsingar um meiðsli þeirra liggja ekki fyrir. Rannsókn málsins er annars á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Tilkynning um átökin barst lögreglu kl. 12.37 og hafði hún töluverðan viðbúnað vegna málsins, en nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir atburði dagsins.“

Ljósmyndari DV tók meðfylgjandi myndir á vettvangi.

mynd/Anton Brink
mynd/Anton Brink
mynd/Anton Brink
mynd/Anton Brink
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar
Fréttir
Í gær

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Í gær

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag