Myndir og myndbönd hafa nú farið í víða dreifingu af árásinni í Borgarholtsskóla sem átti sér stað nú rétt eftir hádegi í dag. DV hefur nú borist nýtt myndband sem sýnir slagsmál fyrir utan skólann.
Samkvæmt heimildum DV er um að ræða slagsmál sem áttu sér stað áður en hafnaboltakylfan var dregin upp, eins og sjá má í myndbandinu sem DV birti fyrr í dag. „Það fóru margir blóðugir út úr skólanum,“ sagði annar viðmælandi DV um átökin sem áttu sér stað bæði innan og utan veggja skólans.
Heimildarmaður DV segir að sá sem var með hafnaboltakylfuna hafi átt í hnífabardaga fyrir utan skólann en lögreglan kom þá á vettvang og stöðvaði átökin. Slagsmálin sem sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan tengjast að öllum líkindum hinum slagsmálunum og handboltakylfusveiflunum sem áttu sér stað í skólanum í dag. Í myndbandinu má sjá einn aðilann teygja sig í eitthvað ofan af ruslatunnuni, ekki er vitað hvað hann er að teygja sig í.