fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Stóri gagnalekinn – Anton hitti lögreglumanninn á Goldfinger og bað um símtal við hann þegar hann var handtekinn í Vestmannaeyjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. janúar 2021 21:00

Samsett mynd. Mynd af Antoni Kristni Þórarinssyni: Skjáskot Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið var athafnamaðurinn Anton Kristinn Þórarinsson meðal vitna í rannókn héraðssaksóknara á meintri spillingu lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild árið 2016. Miklu magni trúnaðargagna úr rannsókninni var lekið fyrir helgi. Lögreglufulltrúinn var meðal annars grunaður um óeðlilegt samband við Anton sem var nokkrum sinnum til rannsóknar vegna gruns um fíkniefnabrot og var um tíma álitinn af lögreglumönnum vera stórtækur í fíkniefnaviðskiptum. Anton var dæmdur í máli árið 2008 í héraði en sýknaður af sömu ákæru fyrir hæstarétti. Hann var sýknaður í öðru fíkniefnamáli í upphafi árs 2015. Lögreglufulltrúinn sem var til rannsóknar var hreinsaður af öllum grun um misferli.

Handtakan í Vestmannaeyjum

Gögnin leiða í ljós að Anton var um skeið upplýsingagjafi lögreglunnar. Þann 3. ágúst árið 2008 var Anton handtekinn á Þjóðhátíð í Eyjum. Þrír lögreglumenn bera um það að hann hafi þá óskað þess að hringt yrði í lögreglufulltrúann umrædda. Það var gert og samþykkti lögreglufulltrúinn að tala við hann. Símtalið varð ekki til þess að Anton var leystur úr haldi en lögreglufulltrúinn sagði eftir símtalið við lögreglumanninn sem hafði hringt í hann að „gera þetta ekki, hann vilji ekkert við þennan mann tala,“ eins og segir í einum af skýrslum Héraðssaksóknara í rannsókninni á lögreglufulltrúanum. Þá segir ennfremur: „Ekkert í gögnum málsins eða framburðum aðila bendir til neinnar refsiverðrar háttsemi af hálfu kærða. Ljóst er að á þessum tíma var Anton upplýsingagjafi lögreglu og með því að hringja í kærða setti hann það samband í hættu.“

Lögfræðingur einn sendi ábendingu til ríkissaksóknara um að skjólstæðingur hans hefði upplýsingar um lögreglufulltrúann. Var þar átt við Anton sem kom til yfirheyrslu vegna málsins og var spurður út í samskipti sín við lögreglufulltrúann sem var til rannsóknar. Það kann að hafa haft áhrif á framburð Antons í yfirheyrslunni að honum þar ekki lofað afdráttarlaust nafnleynd eins og hann hafði vænst, því var eiginlega hvorki heitið né hafnað, samkvæmt endurriti yfirheyrslunnar sem birt er í gögnunum sem lekið var. Þó var þessu einu sinni svarað „Já“ en það var ekki rætt frekar.

„Ef ég myndi ekki gera það þá yrði ég í djúpum skít“

„Þetta byrjaði þannig að ég var staddur á Goldfinger,“ segir Anton snemma í yfirheyrslunni. Þar voru fyrir tveir lögreglumenn sem voru nýkomnir af námskeiði og annar þeirra, lögreglufulltrúinn sem var til rannsóknar, hafi gefið sig á tal við hann. Þeir hafi báðir verið í glasi. Anton segir að lögreglumaðurinn segi að hann eigi að hitta sig á þriðjudeginum eftir helgina en lögreglumaðurinn kæmi með annan lögreglumann til stuðnings (backup). „Ef ég myndi ekki gera það þá yrði ég í djúpum skít,“ segir Anton en hann kaus þó að hlýða ekki þessari skipun.

Hann segist að í kjölfarið hafi símar hans verið hleraðir í 11 mánuði og hann hafi verið undir stífu eftirliti. Hann hafi síðan var handtekinn vegna gruns í máli og settur í gæsluvarðhald. Lögreglufulltrúinn hafi síðan heimsótt hann í varðhaldið og sagt að hann hefði betur hlýtt sér þegar þeir hittust á Goldfinger.

Upp úr þessu hafi upplýsingasambandið við lögreglufulltrúann hafist. Lögreglufulltrúinn hafi alltaf hitt Anton með annan lögreglumann með sér til stuðnings. En þeir áttu líka fjöldamörg símtöl. Anton gaf lögreglufulltrúanum upplýsingar um mál sem hann hafði vitneskju um:

„Þannig að hann býður mér það bara að koma með einhverjar upplýsingar og þá er ég laus þennan sama dag og ég, ég, þá vissi ég að um eitthvað ákveðið mál sem var í gangi og ég gaf honum þá upplýsingar um það og þannig hófst bara þú veist svona samtal mitt við hann eftir að þú veist, af því ég nenni ekki þessum, bara í, maður er bara skemmdur að láta hlera sig alltaf, mér finnst óþægilegt þegar að, halda alltaf að það sé verið að hlusta á símann og hlera heimilið…“

Segir Anton að hann hafi byrjað að veita lögreglufulltrúanum upplýsingar til að fá frið.

Annars staðar kemur fram í gögnunum að Anton var álitinn vera góður upplýsingagjafi. Í yfirheyrslunni þvertekur Anton fyrir að hafa fengið greitt fyrir upplýsingarnar og því síður að hann hafi greitt lögreglufulltrúanum. Hann viðurkennir að lögreglufulltrúinn hafi látið hann fá upplýsingar um eitt mál, þar sem lögreglan grunaði að kannabisræktun ætti sér stað og setti þar upp eftirlitsmyndavélar. Í vitnisburði í gögnunum fullyrða vitni að Anton hafi sést vinka í eina eftirlitsmyndavélina á svæðinu.

Slæmur leki

Í viðtali við RÚV í kvöldfréttum sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, það vera mjög slæmt að persónugreinanlegum upplýsingum úr rannsókn sakamáls hafi verið dreift víða. Hann harðneitaði því að lögreglan haldi hlífiskildi yfir afbrotamönnum gegn upplýsingum. Orðrétt segir Margeir meðal annars: „Lögreglan hefur heimild til að vera í samskiptum við uppljóstrara og síðan er hver og einn einstaklingur skoðaður. En ef þú átt við hvort að við séum í samskiptum við afbrotamenn sem lögreglan veit að eru í sífelldum afbrotum, þá er svarið nei.“

Aðspurður hvort lögreglan sé í samskiptum við uppljóstrara sem njóti velvildar lögreglu, að haldið sér hlífiskildi yfir þeim, svarar Margeir: „Nei, það er ekki svoleiðis nema þá að því leytinu til að þeir njóta nafnleyndar. Þess vegna er þetta afar slæmt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“