fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Stjórnvöld ræða við fleiri lyfjaframleiðendur en Pfizer um bóluefni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 07:45

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld hafa að undanförnu rætt við fleiri bóluefnaframleiðendur en Pfizer um aðkomu að tilraunaverkefni þar sem um 60% fullorðinna yrðu bólusett. Viðræður við Pfizer eru sagðar komnar lengst á veg og í vikunni muni koma í ljós hvort þær beri árangur.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu byggjast viðræðurnar við Pfizer, og nú fleiri lyfjaframleiðendur, á þeirri hugmynd að hér á landi yrði um tilraun að ræða þar sem rannsakað verður hvort hægt verði að ná hjarðónæmi hjá heilli þjóð.

Það ætti að vera hægt að ljúka bólusetningum á einni til tveimur vikum ef nægt bóluefni fæst. Hægt væri að nýta upplýsingar, sem fást í þessu verkefni ef af verður, annars staðar í heiminum.

Morgunblaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að hún eigi von á að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar um mitt næsta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“