„Þegar þessi Svíi sem býr í Sviss segir okkur að þetta verði í fínu lagi og að við verðum komin með hjarðónæmi um mitt ár þá finnst mér það vera með nokkrum óíkindum (sic). Það liggur við að ég spyrji hvað hann sé að reykja,“ sagði Kári í samtali við visir.is.
Í viðtalinu við RÚV sagði Bergström að það sé raunhæft að ætla að bólusetningu verði lokið á Íslandi og í Svíþjóð og Noregi um mitt næsta sumar. Hann sagði jafnframt að þótt hægt gangi að fá bóluefni eins og er þá muni það breytast mikið í mars.
„Mér finnst hann tala glannalega, nema hann viti eitthvað sem við vitum ekki, þegar heilbrigðisráðherra segir að við fáum lágmark 38 þúsund skammta fyrir lok mars,“ hefur visir.is eftir Kára sem sagði að gríðarlegt magn bóluefna þurfi að berast hingað til lands fljótlega eftir mars ef spá Bergström um hjarðónæmi á að geta ræst.
„„Það myndi gleðja fáa meira en mig ef hann hefði rétt fyrir sér en mér finnst hann í tali sínu haga sér svona eins og hinn týpíski Íslendingur sem segir: „þetta reddast“,“ sagði Kári.