fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025
Fréttir

Koma Kristínu til varnar á Twitter eftir Gróusögur um Þorstein Má – „Nýtt low“ segir Katrín Atla

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. september 2021 15:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður Viðskiptablaðsins, og Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, komu í dag Kristínu Edwald, formanni landskjörstjórnar, til varnar á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að rætnar kjaftasögur sem gengið hafa manna á milli á samfélagsmiðlum enduðu loks á síðum vef Mannlífs nú í morgun.

Gróusagan sem um ræðir er að Kristín hafi verið, og sé enn, gift Þorsteini Má Baldvinssyni, útgerðarmanni á Akureyri. Hið rétta er að sambandi hennar og Þorsteins lauk vorið 2017, eða fyrir fjórum og hálfu ári síðan.

Sögunni fylgdi jafnframt úrklippa úr frétt Vísis frá 2014 þar sem fjallað er um Kristínu og hennar einkahagi. Segir þar:

Kristín á tvö börn, Snædísi, sem er tólf ára, og Helga, sem er níu ára. Maður hennar er Þorsteinn Már Baldvinsson.

Reynir Traustason, ritstjóri og eigandi Mannlífs, skrifaði svo undir merkinu „orðrómur,“ eldsnemma í morgun fréttina „Kristín Edwald í vanda.“ Þar rakti hann söguna af talningarklúðrinu í Norðvesturkjördæmi, og sagði að einhverjir teldu eðlilegt að Kristín axlaði ábyrgð á því. „Þar kemur á móti að Kristín hefur ekki boðvald yfir formönnum einstakra kjörstjórna,“ skrifaði Reynir jafnframt.

Áfram skrifaði Reynir:

Kristín er ekki óvön krísum. Hún var sambýliskona Þorsteins Más Baldvinssonar. Þá komst í fréttir þegar Kristín barðist fyrir því að fá að borða hádegisverð í breskum snobbklúbbi sem bannar konur.

Rétt rúmum þremur klukkustundum síðar uppfærði Reynir fyrri frétt og sagði að sambandi Kristínar og Þorsteins væri lokið.

Klukkan 10:32 skrifaði Reynir aðra frétt þar sem fyrirsögnin var: „Ástarsambandi Kristínar Edwald og Þorsteins Más lokið – Vorið kom og ástin fór.“ Rekur ritstjórinn þar að ástarsambandinu hafi lokið 2017 eftir að hafa staðið í nokkur ár. Neðst í fréttinni bætir hann við: „Því var haldið fram í Orðrómi Mannlífs að þau væru enn par. Það leiðréttist hér með og er Kristín beðin velvirðingar á þeirri fávisku sem að baki var.“

Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, vakti svo athygli á þessum skrifum Mannlífs á Twitter í dag, og spurði í háðstóni hvort að næsta frétt yrði af afsögn Sigmundar Davíðs.

Þá kom Katrín Atladóttir Kristínu einnig til varnar:

Segir hún þar jafnframt að sósíalistar hafi farið hamförum í samsæriskenningum í dag, en einhverjir þó eytt færslum sínum.

Urðu þar jafnframt umræður um hvort að eðlilegt þyki að yfirlýstur Sjálfstæðismaður sæti í forsæti landskjörstjórnar. Friðjón Friðjónsson, nýr varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók þá orðið:

Þá spurði Katrín enn fremur hvort það væri ekki merkilegt hvað konur eru oft „bara konur einhvers.“

En hvernig sem því líður þá er viðbúið að næstu dagar í lífi Kristínar verði langir. Enn er deilt um næstu skref í talningarmálinu í Norðvesturkjördæmi, og örlög fimm þingmanna óráðin á meðan. Kristín er þó enginn nýgræðingur í þessum bransa. Bæði hefur hún tekið að sér kjörstjórnarstörf áður, og er meðeigandi í lögmannsstofunni LEX, sem er ein sú stærsta og virtasta í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis
Fréttir
Í gær

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“
Fréttir
Í gær

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi