fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fréttir

Þórhildur Gyða kærir Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og LMFÍ

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. september 2021 16:48

Sigurður G. Guðjónsson, Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá meintri árás og áreitni knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar  á skemmtistaðnum B5 fyrir fjórum árum, hefur kært lögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Persónuverndar og úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. RÚV greinir frá.

Kæran er tilkomin vegna þess að Sigurður G. birti á Facebook-síðu sinni myndir af lögregluskýrlu úr sakamálinu, sem síðar var fellt niður eftir að aðilar máls náðu samkomulagi um greiðslur bóta.

Sigurður sagðist í samtali við fréttastofu RÚV ekki hafa séð kærurnar og hann hefði það fyrir reglu að tjá sig ekki um eitthvað sem hann hefði ekki séð.

Segja má að lögmaðurinn hafi varpað sprengju inn í íslenskt samfélag með birtingu gagnanna. Eins og DV fjallaði um var hann meðal annars harðlega gagnrýndur fyrir drusluskömmun en hann dró fram gamansamt tíst Þórhildar á Twitter um ástarmál sín.

Í kjölfarið steig Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Þórhildar Gyðu, fram og sagðist skoða það alvarlega að kæra Sigurð G. fyrir birtinguna, sem nú hefur gengið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns
Fréttir
Í gær

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð
Fréttir
Í gær

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum