fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Framsókn berst liðsstyrkur úr óvæntri átt korter í kosningar – „Svona gera alvöru stjórnmálamenn!“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 22. september 2021 10:33

Framsóknarmenn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar þrír dagar eru þar til kjörstaðir verða opnaðir á laugardagsmorgun hefur Framsóknarflokknum borist liðstyrkur, og það úr óvæntustu átt.

Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri og borgarfulltrúi Besta flokksins, sagði frá því á Twitter í gær að í fyrsta skipti á ævinni sæi hann ekkert sem mælti gegn því að kjósa Framsókn.

Upphófust miklar umræður um hvers vegna einhver ætti og ætti ekki að kjósa Framsókn undir þræði Jóns. „Vegtollar Sigurðs Inga, Lilja og lögsóknirnar,“ skrifaði einn. „Myndi bæta við fjölmiðlastyrkjafrumvarpinu. Finnst það svo glórulaus pæling hjá Lilju,“ bætir annar við. Jón leyfir þeim ekki að hafa áhrif á sig: „Lilja vill hækka endurgreiðslu til erlendra sjónvarps- og kvikmyndaverkefna.“

Loforðið sem Jón vísar þarna til er hugmynd sem Sigurður Ingi viðraði meðal annars í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku, en þar sagðist Sigurður sjá fyrir sér að auka endurgreiðsluhlutfall á kostnaði stórra kvikmyndaverkefna úr 25% í 35%, og efla enn frekar erlenda kvikmyndagerð hér á landi.

Í morgun birti svo Geir Jón Þórisson, Vestmanneyingur, lögreglumaður og Sjálfstæðismaður með meiru grein í Morgunblaðinu, hvorki meira né minna, um að hann ætli að kjósa Framsóknarflokkinn.

Geir Jón rifjar upp í grein sinni sögu af upplifun sinni af Herjólfi og siglingum til Þorlákshafnar þegar veðrið var of vont fyrir Landeyjahöfn:

Þrýsti ég og fleiri Eyjamenn á þá ráðherra sem fóru með samgöngumál og voru þeir þrír úr sama stjórnmálaflokknum frá 2013, flokki sem ég hafði stutt lengi, en ekkert gerðist. Stuttu eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson varð samgönguráðherra núverandi ríkisstjórnar breytti hann þessu snarlega. Sama gjald fyrir farþega hvort sem siglt væri í Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn og gjaldið tæki mið af því sem kostaði að sigla í Landeyjahöfn. Þetta eru mestu kjarabætur sem við Eyjamenn höfum fengið í mörg ár. Ég segi fyrir mig að aldrei fékk ég svona góðar kjarabætur á einu ári þegar ég starfaði í lögreglunni. Sigurður Ingi hafði aldrei lofað því í kosningabaráttunni fyrir síðustu alþingiskosningar að ganga þessa leið. Nei, hann bara framkvæmdi það. Svona gera alvöru stjórnmálamenn!

Þá mærir Geir Jón frammistöðu Ásmundar Einars í félags- og barnamálaráðuneytinu á kjörtímabilinu, og þá sérstaklega yfirhalningu Ásmundar á löggjöf er varðar málefni barna og samþykkt nýrra barnalaga.

Þetta var sköruglega og myndarlega að verki staðið. Nú hefur hann gefið það út, fái hann til þess umboð, að hann hyggist taka myndarlega á málefnum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Ég treysti honum til að koma þeim málum á þann stað sem við öll væntum, sem því miður hefur setið á hakanum.

„Val mitt er einfalt: Ég kýs Framsóknarflokkinn og hvet aðra til að gjöra slíkt hið sama,“ segir Geir Jón að lokum, en beinir orðum sínum sérstaklega til kjósenda í Reykjavíkurkjördæmi norður, þar sem Ásmundur Einar er í framboði. „Sama hvar við búum á landinu þurfum við á honum að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum