Í gær fjallaði DV um umsögn Blóðbankans við tillögum heilbrigðisráðherra um breytingar á reglugerð sem myndi verða til þess að samkynhneigðum karlmönnum yrði heimilt að verða blóðgjafar.
Blóðbankinn er ekki hlynntur breytingunni og sagði hana illa ígrundaða. Í staðinn vill bankinn fara í áfangamiðaðar aðgerðir, og innleiða breytingarnar hægt.
„Hverjir stjórna eiginlega málum þarna í Blóðbankanum?“ spyr fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson á Twitter í dag, en ekki eru allir sáttir með þessa umsögn Blóðbankans. Þar á meðal er Felix sem fer hörðum orðum um Blóðbankann.
Hann segir að baráttan gegn blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna lykti af miklum fordómum og furðar sig á henni.
„Þessi barátta gegn blóðgjöfum homma er með miklum ólíkindum og lyktar illilega af hómófóbíu.“ segir Felix og spyr: „Halda menn í alvöru að hommar myndu frekar en streitarar ljúga til um áhættusamt kynlíf? Hvaða rugl er þetta?“
hverjir stjórna eiginlega málum þarna í blóðbankanum? þessi barátta gegn blóðgjöfum homma er með miklum ólíkindum og lyktar illilega af hómófóbíu. halda menn í alvöru að hommar myndu frekar en streitarar ljúga til um áhættusamt kynlíf?? hvaða rugl er þetta??
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) September 21, 2021