fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 18:00

Felix Bergsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fjallaði DV um umsögn Blóðbankans við tillögum heilbrigðisráðherra um breytingar á reglugerð sem myndi verða til þess að samkynhneigðum karlmönnum yrði heimilt að verða blóðgjafar.

Sjá einnig: Blóðbankinn mótmælir og segir ótímabært að heimila blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna eins og nú er lagt til

Blóðbankinn er ekki hlynntur breytingunni og sagði hana illa ígrundaða. Í staðinn vill bankinn fara í áfangamiðaðar aðgerðir, og innleiða breytingarnar hægt.

„Hverjir stjórna eiginlega málum þarna í Blóðbankanum?“ spyr fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson á Twitter í dag, en ekki eru allir sáttir með þessa umsögn Blóðbankans. Þar á meðal er Felix sem fer hörðum orðum um Blóðbankann.

Hann segir að baráttan gegn blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna lykti af miklum fordómum og furðar sig á henni.

„Þessi barátta gegn blóðgjöfum homma er með miklum ólíkindum og lyktar illilega af hómófóbíu.“ segir Felix og spyr: „Halda menn í alvöru að hommar myndu frekar en streitarar ljúga til um áhættusamt kynlíf? Hvaða rugl er þetta?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð