fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Kristrún neitar að hafa þegið tugmilljóna kaupaukagreiðslur: „Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 20. september 2021 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður fer mikinn á Twitter í dag útaf umræðum um meintar tugmilljóna kaupaukagreiðslur sem ýjað var að hún hefði þegið sem starfsmaður Kviku banka áður en hún skellti sér út í pólitíkina. Vísar hún því alfarið á bug að hafa þegið slíkan kaupauka heldur hafi hún sjálf fjárfest í bankanum.

Tilefnið er viðtal við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Dagmálum Morgunblaðsins þar sem hörð atlaga var gerð að honum varðandi hinar meintu greiðslur og hann spurður hvort að Kristrún væri sannfærandi frambjóðandi jafnaðarmanna í ljósi þeirra.

Logi varðist því fimlega og sem og vísaði hann alfarið á bug að titringur væri meðal reyndari frambjóðenda Samfylkingarinnar vegna þeirrar athygli sem beinst hefur að Kristrúnu undanfarnar vikur.

„Uppgjöf og örvænting íhaldsins“.

Kristrún er verulega ósátt við umfjöllunina og birtir langan reiðilestur á Twitter-síðu sinni sem ber yfirskriftina „Uppgjöf og örvænting íhaldsins“.

Þar sakar hún Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um að hafa tekið saman höndum og reyni að keyra hana niður með smjörklípum, óhróðri og að gert sé lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar.

Ástæðan sé sú að illa hafi gengið, að hennar mati, að svara málflutningi hennar og Samfylkingarinnar um lífskjarabreytingar sem séu vel gerlegar með jafnaðarmannastjórn. Það hafi skapað örvæntingu þar sem reynt væri að snúa út úr og afbaka staðreyndir um hennar persónulega fjárhag.

„Ég er víst ekki nógu mikill jafnaðarmaður vilja þeir halda fram. Því eftir að ég flutti heim úr námi og hóf störf í Kviku setti ég stóran hluta af persónulegum sparnaði mínum og mannsins míns í réttindi fyrir hlut í bankanum. Upphæð sem okkur munaði mjög mikið um. Þarna erum við hjónin nýkomin úr námi og vinnu, með lítið á milli handanna, en tókum þá ákvörðun um að leggja í þessa fjárfestingu. Ef verð á bréfum í bankanum hefði staðið í stað, eða jafnvel aðeins hækkað hóflega, hvað þá lækkað, hefðum við tapað allri fjárfestingunni,“ skrifar Kristrún.

Ekki fengið krónu í kaupaaukagreiðslu

Hún segist ekki haf fengið 1 krónur í kaupaaukagreiðslu og borgað fyrir sína fjárfestingu í félaginu sjálf. Fjárfestingin kom vel út enda hefur verið mikil uppsveifla á hlutabréfamarkaði undanfarin ár. „Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði.“

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins kemur fram að blaðið hafi reynt að ná í Kristrúnu í marga daga en ekki tekist. Hún hafi síðan svarað fyrir sig á Twitter fyrr í dag. Samkvæmt Viðskiptablaðinu fékk Kristrún áskriftarréttindi í Kviku fyrir rúmar 22 milljónir að nafnvirði. Söluhagnaður hins verðandi þingmanns gæti hafa numið á bilinu 50 – 100 milljónum króna.

Kristrún saka þá  Viðskiptablaðið um hafa reynt að tengja saman fréttir um rannsókn á Kviku og kaup hennar á hlutabréfum í bankanum. „Mín kaup eru ekki til rannsóknar, þessi fjárfesting, né ég. Þetta hefur nákvæmlega ekkert með mig að gera.“

Reynslan gerði hana að meiri jafnaðarmanni

Kristrún bendir að hún hafi borgað sína skatta af þessari skráðu fjárfestingu sem hún fjármagnaði sjálf og hún er í raun ekki í stöðu til að ákvarða hversu mikla skatta hún borgi af því. „Ég er nefnilega ekki með mínar fjárfestingar í sérstöku félagi þar sem ég skammta mér fjármagn,“ skrifar Kristrún.

Hún vill meina að þessi reynsla hennar hafi gert hana af enn meiri jafnaðarmanni.

„Einmitt vegna þess að ég hef sjálf átt auka fjármagn til að fjárfesta, veit ég hvernig fjármagn getur einmitt af sér meira fjármagn. Sem er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég er stuðningskona þess að fjármagn sé skattlagt meira.“

Hún segist vera í framboði fyrir jafnaðarmannaflokk því að hún hafi trú á stuðningskerfum samfélagsins. „Ég hef einnig verið gríðarlega heppin í lífinu, kem frá sterkum félagslegum grunni þó fjármagnaði hafi ekki flætt á mínu heimili. Og er mjög meðvituð um það. Slíkri velgegni þarf þó ekki að fylgja firring fyrir stöðu annarra,“ skrifar Kristrún.

Hægri menn eigna sér atvinnu- og viðskiptalífið

Hún segist vera orðinn þreytt á því að hægri menn séu að eigna sér atvinnu- og viðskiptalífið og það hafi verið ein af ástæðum þess að hún skellti sér út í pólitík.

Hennar reynsla á markaði hefur að hennar mati dýpkað skilning hennar á eðli hans.

„Jafnaðarmenn skilja nefnilega að markaðir bresta og að markaðurinn er langt í frá hlutlaus. Afleiðingar hans eru afleiðingar af þeim ramma sem við í samfélaginu sköpum. Við búum til leikreglurnar hér,“

Hún segir herská að það sé ákvörðun að skattleggja fjármagn minna en launatekjur en ekki náttúrulögmál. „Aðgerðir gegn eignaójöfnuði fela ekki í sér eignaupptöku eða neikvæðni gagnvart fjárfestingum á markaði. Langt í frá. Þær snúast um að gæðunum sé skipt með réttlátum hætti.“

Hún segir að einstaklingar sem eiga auka fjármagn til fjárfestinga geti hagnast mun meira en aðrir einmitt vegna þess að við höfum öll í þessu samfélagi greitt inn í sameiginlega sjóði sem undirbyggja rammann sem heldur utan um markaðshagkerfið þar sem fjármagn er ávaxtað.  Hún telur ekkert athugavert við það að þeir aðilar sem eru í aðstöðu til að fjárfesta og njóta góðs af þessum ramma umfram annað fólk greiði fyrir þann umfram ábata.

Þá er hún harðorð í garð áðurnefndra fjölmiðla. „Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun og ástæðan fyrir því að margt ungt fólk veigrar sér við pólitískri þátttöku. Svona fréttamennska er bara til þess fallin að kúga fólk frá lýðræðislegri þátttöku. Ég ætla ekki að leggjast flöt fyrir þessu, þið getið gleymt því.“

Hér má lesa eldræðu Kristrúnar á Twitter:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum