fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Vínsali og aktívisti í hár saman – Sverrir hótar Sindra málsókn – „En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. september 2021 20:00

Sverrir Einar Eiríksson (t.v.) og Sindri Þór Hilmars- Sigríðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur á Twitter undanfarna daga um mál knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar gætu hæglega orðið að meiðyrðamáli ef svo fer fram sem horfir. Á föstudaginn sendi lögfræðingur Sverris Einars Eiríkssonar kröfubréf til Sindra Þórs Hilmars-Sigríðarsonar, þar sem þess er krafist að Sindri fjarlægi tiltekin ummæli um Sverri af samfélagsmiðlum, biðjist afsökunar á þeim og greiði miskabætur.

Sverrir er meðal annars þekktur fyrir gullsölu og fyrir rekstur Nýju vínbúðarinnar, netverslunar með áfengi sem starfrækt er í Bretlandi og býður Íslendingum áfengi til kaups með heimsendingum.

Sindri  er markaðsstjóri Tjarnarleikhússins og grjótharður feministi. Hefur hann látið mjög að sér kveða í umræðum um kynferðisbrot á undanförnum mánuðum og meðal annars uppskorið kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar.

Ljóst er að Sverrir telur sig hafa nálgast mál Kolbeins með málefnanlegum hætti í rökræðum sínum við ýmsa á Twitter, meðal annars við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Sindri og fleiri flokka hins vegar framgöngu hans sem yfirgang og jafnvel áreitni. Nokkuð snúið er að henda reiður á öllum þessum skoðanaskiptum svo heildarmynd komist á þau og verður látið hér ógert að endurbirta hér tíst úr þessari umræðu, einnig til að sleppa því að draga nöfn annarra inn í málið í bili.

Hins vegar hefur DV undir höndum kröfubréfið sem Sindra var afhent og er hótað málsókn vegna þriggja ummæla, þar á meðal eftirfarandi ummæla, sem Sindri hefur bæði birt á Twitter og Facebook:

„Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“

Einnig er hótað málsókn vegna eftirfarandi ummæla sem endurspegla túlkun Sindra á Twitter-deilum Sverris við karlkyns feminista um mál Kolbeins:

„Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“

Auk þess að krefjast þess að Sindri fjarlægi ummælin krefst Sverrir þess að Sindri birti afsökunarbeiðni til sín fyrir að hafa vegið að æru hans. Þá krefst hann 1,5 milljóna króna í mistabætur og rúmlega 220.000 króna í lögmannskostnað. Segir Sverrir að miskabæturnar skuli leggja inn á reikning Samtaka um kvennaathvarf.

Ein krafan er nokkuð sérstæð, en hún er sú að Sindri leiti sér aðstoðar vegna ofbeldishegðunar á netinu hjá samtökunum Heimilisfriður.

Hafi Sindri ekki orðið við kröfunum fyrir 21. september á hann málshöfðun yfir höfði sér. Ekkert bendir til að Sindri verði við þessum kröfum.

Segir ummælin vera svívirðileg ósannindi

Er DV leitaði viðbragða hjá Sverri svaraði hann með skriflegri yfirlýsingu. Samkvæmt henni gætu þeir sem deildu ummælum Sindra um hann einnig átt yfir höfði sér málshöfðun. Hann segir að Sindri hafi ásakað hann að tilefnislausu um andstyggilega og refsiverða háttsemi og að ummælin séu svívirðileg ósannindi:

„Vegna kröfugerðar á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni

Á síðustu dögum og vikum hefur átt sér stað mikil umræða um mál tiltekins knattspyrnumanns. Þó ekki sé deilt um að atvik hafi átt sér stað hefur ýmislegt komið fram í því máli sem að mínu mati á ekki við rök að styðjast.

Það er öllum frjálst að tjá sig um þau mál sem rædd eru opinberlega. Eðli málsins samkvæmt koma fram ólík sjónarmið þegar rætt er um svo alvarleg mál.

Það hefur hins vegar enginn rétt á því að ásaka aðra að tilefnislausu um andstyggilega og refsiverða háttsemi, líkt og Sindri Þór hefur gert gagnvart mér.

Ég sá mér því nauðugan þann kost að bera þau ummæli sem um mig hafa fallið af hans hálfu undir lögfróðan aðila og tel að þau séu þess eðlis að þau feli í sér meiðandi ummæli.

Allar bætur sem Sindri og þeir sem deildu þessum svívirðilegu ósannindum og ærumeiðingum renna óskiptar til Kvennaathvarfsins, ég fer einnig fram á að þessir aðilar leiti sér aðstoðar hjá Heimilsfrið og fræðist um ofbeldishegðun.

Ég hef ekki áhuga á því að kljást við viðkomandi aðila í gegnum fjölmiðla og set málið því í þennan farveg.“

„Freki karlinn er ekki að sjá að umhverfið er að breytast“

Sindri kaus að svara fyrirspurn DV um málið einnig skriflega. Hann segir kröfubréf Sverris vera þöggunartilburði sem virki ekki. Segir hann Sverri hafa áreitt og hrætt konur á samfélagsmiðlum:

„Ég hef horft upp á Sverri á samfélagsmiðlum dag eftir dag áreita og hræða konur sem ekkert hafa gert annað en hafa hátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Á þetta hef ég bent og á þetta mun ég halda áfram að benda á meðan menn eins og Sverrir halda uppteknum hætti.

En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt. Að hann fái ekki að komast upp með hvað sem er. Þannig hefur Sverrir nú ákveðið að bregðast við með hótunum í von um að þagga niður í þeim sem benda á þessa eitruðu hegðun. En freki karlinn er ekki að sjá að umhverfið er að breytast. Svona yfirgangur og þöggunartilburðir bíta ekki eins og áður. Sverrir er ekki fyrsti freki karlinn til að reyna þetta gegn mér og vafalaust ekki sá síðasti. Það hefur ekki virkað áður, það mun ekki virka hjá Sverri og það mun ekki virka í framtíðinni.

Meira hef ég ekki um þetta að segja.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir