fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Mygla í ársgamalli 6 milljarða jarðgerðarstöð Sorpu – Spurningamerki sett við hönnun og efnisval

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myglugró hafa greinst í límstréseiningum í þaki og burðarvirki GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. Samkvæmt tilkynningu frá SORPU uppgötvuðust gróin í ágúst og hefur  fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu hefur verið stöðvuð tímabundið af þeim sökum. Í tilkynningunni er haft eftir Líf Magneudóttur, stjórnarformanni SORPU, að myglugróin veki upp spurningar um hvernig staðið var að hönnun og efnisvali húsnæðisins.

Málið er enn eitt höggið í hið umfangsmikla verkefni sem GAJA er. Stöðin tók til starfa fyrir rúmu ári síðan og kostaði rúma 6 milljarða króna. Markmiðið var að búa til nothæfa moltu og seljanlegt metan úr óflokkuðu sorpi. Margir töldu fyrirætlanirnar óraunhæfar og það hefur heldur betur sannast. Sorpa selur sáralítið magn af metani og þá er moltan ónothæf útaf því að of mikið magn af plasti og öðrum spilliefnum finnst í afurðinni. Nú er ráðgert að breyta fyrirætlununum og fara að sérsafna lífrænum úrgangi fyrir GAJU, eitthvað sem mögulega hefði átt að vera fyrsta skrefið áður en ráðist var af stað með verkefnið umfangsmikla.

Í tilkynningu frá SORPU kemur fram að  óháðir sérfræðingar hafi verið fengnir til að taka út umfang vandans, leggja fram tillögur til úrbóta og tryggja öryggi starfsfólks.

„Öryggi starfsmanna skiptir okkur öllu máli og við vildum bæði tryggja það og hefjast tafarlaust handa við að stemma stigu við mygluvextinum. GAJA er einn hlekkur í að innleiða hringrásarhagkerfið á höfuðborgarsvæðinu og það er því mikilvægt að stöðin starfi hnökralaust og nái vinnslumarkmiði sínu. Þessi myglugró sem hafa greinst vekja upp spurningar um hvernig staðið var að hönnun og efnisvali fyrir húsnæði hennar. Við í stjórn SORPU höfum falið framkvæmdastjóra að leita skýringa á þessu sem allra fyrst,“ segir Líf Magneudóttir, formaður stjórnar SORPU í tilkynningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings