fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Gera vörutalningu í vínkjallara Bessastaða eftir ásakanir lögmannsins Sigurðar G. í garð fyrrverandi forsetaritara

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 15. september 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson, segist hafa fengið staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hafi á síðustu árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einkanotkunar. Skrifstofustjóri forsetaembættisins sagði í samtali við Vísi að embættinu hafi ekki borist mál til rannsóknar varðandi vínstuld en segir að birgðastaðan verði könnuð í vikunni í tilefni af málinu.

Forsetinn svarar ekki Facebook-færslum

Sigurður G. hefur haldið því fram að ónefndur embættismaður í starfsliði forseta hafi látið afhenda sér til eigin afnota vín í eigu forsetaembættisins, en óljóst sé hvort slíkt geti fallist undir starfshlunnindi embættismannsins eða hvort um auðgunarbrot sé að ræða. Sigurður spurði forsetann beint í færslu á Facebook á sunnudag hvort vín hafi verið tekið með ólögmætum hætti úr kjallara Bessastaða og hvort forsetinn hafi vitað af því.

Í kjölfarið svaraði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fyrirspurn Vísis um málið þar sem hann sagðist ekki svara Facebook-færslum.

Sigurður birti aðra færslu á mánudag þar sem hann kvaðst hafa fengið staðfest með óyggjandi hætti að vín hafi verið tekið úr vínkjallaranum og benti á að til væru dómafordæmi þar sem áþekk háttsemi hefur verið dæmd auðgunarbrot.

Spjótin beinast að Örnólfi

Í gær kvöldi birti Sigurður svo enn eina færsluna þar sem hann veltir því fyrir sér hvers vegna háttsemi fyrrverandi embættismanns á Bessastöðum hafi ekki verið rannsakað. Þar nefndir hann embættismanninn, forsetaritara, og vísar þar til Örnólfs Thorssonar, fyrrverandi forsetaritara, sem lætur af störfum um næstu mánaðarmót.

„Hann fær sín laun hvað sem líður gerðum hans í embætti, enda embættismaður með fleiri en eina orðu. 

Engin rannsókn fer fram á háttsemi forsetaritara á Bessastöðum eða annars staðar í nafni embættisins. Embættismaðurinn fyrrverandi svarar ekki blaðamönnum vísar bara á eftirmann sinn. 

Eftirmaðurinn getur sennilega fáu svarað um þá háttsemi fyrirrennara síns sem gekk undir heitinu „að refsa embættinu.“ 

Refsing embættisins fólst í því að ganga í embættisvínið eða láta embættið greiða vín til eigin nota til að bæta upp launakjör.“ 

Vísir greinir frá því í frétt sinni að hafa haft samband við Örnólf vegna málsins, en hann hafi vísað á eftirmann sinn í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum