fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Rauðagerðismálið – Átakanleg frásögn ekkju Armando: „Þá spyr ég – var hann skotinn?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 14. september 2021 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnusta Armando Bequiri,  Þóranna Helga Gunnarsdóttir, bar vitni fyrir dómi í dag, en hún var heima hjá sér í Rauðagerði þegar Armando var skotinn til bana þann 13. febrúar. Hún lýsir atburðum kvöldsins örlagaríka eins og hún upplifði þá. Eðlilega tók frásögnin nokkuð á Þórönnu en nokkru sinnum brast rödd hennar á meðan hún fór yfir atburðarrásina og er hún greindi frá því hvaða áhrif andlát unnustans hefði haft á líf hennar.

Eins báru vitni lögreglumenn og tæknimenn sem fyrstir voru á vettvangi sem greindu frá því að engum hafi dottið til hugar að um skotárás hafi verið að ræða þar til skothylki fundust á svæðinu og sjúkrahúsið greindi frá því að áverkar Armando væru líklega skotáverkar.

„Ekkert stress“

Þóranna greindi frá því að hún hafi komið syni sínum í rúmið og sofnaði með honum. Svo hafi hún vaknað rétt fyrir klukkan ellefu og áttað sig á því að hún ætti eftir að setja í þurrkara. Hún sendi skilaboð á Armando og bað hann að taka úr þurrkaranum þegar hann kæmi heim. Hann lofaði að gera það „Ekkert stress,“ sendi hann henni.

Síðar um kvöldið vaknaði hún við einhver ummerki. „Það hljómar að mér finnst meira eins og einhver hafi dottið á hurðina í bílskúrnum svo ég hugsa bara – Ok Armando er kominn heim.“

Hún segir að Armando hefði átt það til að vera hávær á daginn en þegar hann væri að koma heim að kvöldi til eða á nóttunni þá læddist hann um, svo hún kippti sér ekki mikið upp við umganginn.

En skömmu síðar kom nágranni þeirra á neðri hæðinni hlaupandi upp tröppurnar og sagði henni að hringja á sjúkrabíl. Þóranna varð strax við því og á meðan hún beið eftir að ná sambandi við Neyðarlínuna náði hún að klæða sig í slopp, grípa son sinn og hlaupa út.

„Þá sé ég þegar ég er kominn út að strákarnir eru við Armando, ætli það séu ekki nokkrir metrar milli hurðarinnar og svo bílskúrshurðarinnar.“

Var hann skotinn?

Þeir aðilar sem stóðu yfir Armando voru að kanna lífsmörk og hefja endurlífgunartilraunir.

Þegar Þóranna nær loks í Neyðarlínuna er sjúkrabíll mættur innan fjögurra mínútna og sjúkraflutningamaður klippir upp á honum peysuna og spyr þá „Bíddu var hann stunginn?“

Endurlífgunartilraunir voru áfram reyndar ás taðnum og Armando var svo ekið burt í sjúkrabíl. Þarna vissi Þóranna enn ekki að hann hefði verið skotinn og ekkert um hvort hann væri að fara að hafa þetta af.

Lögregla kom skömmu síðar og fann þá skothylki á vettvangi. „Þá spyr ég – var hann skotinn?“

Spurð út í líðan í dag svaraði Þóranna því til að þetta væru ekki aðstæður sem hún hefði valið sér. Hún var ólétt þegar Armando lét lífið og er nú einstæð með tvö börn yngri en tveggja ára.

„Þetta er eitthvað sem ég hefði aldrei valið mér, og hvað þá að eignast tvö börn undir tveggja ára og vera ein. Núna þá kvíði ég fyrir öllum kvöldum því þau fara að sofa á sitt hvorum tíma sem er erfitt því þau þurfa bæði mömmu sína.“

Hún sagði að málið hefði reynt mikið á hana og eins og til dæmis umfjöllun fjölmiðla. Eins hafi hún þurft að selja bíl Armando og íbúðin í Rauðagerði sem hún og Armando höfðu nýlega fest kaup á – hana hafi hún ekki getað selt.

Viðbragðsaðilar sem mættu á vettvang báru vitni á eftir Þórönnu og greindu frá því að engum hafi dottið til huga þarna í upphafi að um skotárás hafi verið að ræða. Það var ekki fyrr en skilaboð bárust frá sjúkrahúsinu að áverkar á Armando bentu til skotárásar, sem og er skothylki fundust á vettvangi sem menn áttuðu sig á hvers kyns var. Einn úr liði lögreglu orðaði það sem svo að það hafi bara ekki hvarflað að þeim þarna fyrst á vettvangi. Sem er líklega ekki furðulegt í ljósi þess hversu fátíðar slíkar árásis eru hér á landi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd
Fréttir
Í gær

Nefnir tíu kosti við að Bandaríkin kaupi Ísland

Nefnir tíu kosti við að Bandaríkin kaupi Ísland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“