fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Dómsmálaráðuneytið dregur lappirnar í að svara hvort netsala á víni sé lögleg

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 07:59

Það er betra að fara varlega í áfengisneyslu. MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um tveimur vikum fékk dómsmálaráðuneytið erindi frá Félagi atvinnurekenda, FA, þar sem óskað er eftir svörum um hvort sala á áfengi í gegnum netverslanir sé lögleg eður ei hér á landi. Tilefnið er að slík sala er nú þegar stunduð og fleiri hafa hug á að fara að selja áfengi í gegnum netverslanir en vilja vita hvort slíkt sé löglegt.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að FA hafi óskað eftir svörum frá stjórnvöldum um hvort sala af þessu tagi sé lögleg en hafi ekki enn fengið svar. Nú þegar stunda Bjórland, Sante Wines og Nýja vínbúðin slíka sölu.

„Stjórnvöld hafa ekki með neinum hætti gripið inn í starfsemi þessara fyrirtækja. Þá er hægt að draga þá ályktun að starfsemin sé lögleg. Fjármálaráðherra hefur meira að segja sagt það að hann sjái ekki annað en að starfsemin sé lögleg,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA.

Eins og staðan er í dag hefur ríkið einkarétt á sölu áfengis hér á landi en neytendur mega panta sér vín frá útlöndum. Nýja vínbúðin er skráð í Bretland og Sante í Frakklandi. ÁTVR hefur kært starfsemi af þessu tagi til lögreglu og skattyfirvalda. „„Þarna er skrítin staða uppi. Ráðamenn segjast ekki sjá annað en að starfsemin sé lögleg en opinber stofnun stendur í því að kæra menn. ÁTVR virðist þannig vísvitandi vinna gegn fyrirsjáanleika og öryggi í viðskiptum með þessa löglegu vöru,“ er haft eftir Ólafi sem sagði að þetta hafi valdið því að fyrirtæki hafi verið hikandi við að fara út í samkeppni á þessum markaði. „Menn vilja ekki eiga yfir höfði sér lögreglurannsóknir og hafa áhyggjur af orðsporinu. Við höfum farið fram á það við stjórnvöld að þau taki af vafa um að þetta sé lögleg starfsemi,“ sagði hann.

FA sendi bréf til fjármála- og efnahagsráðuneytisins um málið og eftir ítrekun var bréfið sent til dómsmálaráðuneytisins sem hefur enn ekki svarað því þrátt fyrir að tvær vikur séu liðnar frá því að ráðuneytinu barst bréfið. „Okkur finnst þetta sérkennilegt. Stjórnvöld hafa leiðbeiningarskyldu gagnvart fyrirtækjunum, auk þess sem gera verður kröfu um að þau leiðrétti rangfærslur undirstofnana sinna,“ sagði Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni