fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Héraðsdómur fellst á vitnaleiðslur vegna flugrekstrarbókar WOW

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 09:00

Ein af vélum WOW air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur fallist á ósk Páls Ágústar Pálssonar, lögmanns USAerospace Partners, sem er í eigu bandarísku athafnakonunnar Michele Ballarin, um að kalla ákveðna einstaklinga til vitnaleiðslu fyrir dómi. Páll fór fram á að ellefu manns yrðu kallaðir fyrir dóm en dómurinn féllst á að fjórir verði kallaðir fyrir dóminn. Málið snýst um flugrekstrarbækur WOW en Pál grunar að þær hafi verið teknar og notaðar sem fyrirmynd að flugrekstarhandbókum Play.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. USAerospace Partners keypti eigur af þrotabúi WOW fyrir 50 milljónir.

„Flugrekstrarhandbækur hins fallna WOW air hafi ekki fundist í fórum félagsins og við teljum að þessir aðilar kunni að geta gefið innsýn um það annað hvort hvar þessar bækur voru geymdar eða hvað hafi orðið um þær,“ er haft eftir Páli.

Héraðsdómur féllst á að kalla Finnboga Karl Bjarnason, flugrekstrarstjóra Play og fyrrum flugrekstrarstjóra WOW, Arnar Má Magnússon, fyrrum forstjóra Play og fyrrum starfsmann WOW, Margréti Hrefnu Pétursdóttur, fyrrum öryggis- og gæðastjóra hjá WOW og nú öryggis- og gæðastjóra hjá Play, fyrir dóminn. Auk þeirra verður Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW, kallaður fyrir dóm. Hann hefur sjálfur reynt að grafast fyrir um handbækurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt