fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Guðmundur líkti Eddu Falak við talíbana og ungur strákur kallaði hana hóru og hryðjuverkamann – „Þetta er bara gjörsamlega galið“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 8. september 2021 16:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Morgunblaðinu í dag birtist pistill eftir Guðmund Oddsson, fyrrverandi skólastjóra, en pistillinn fjallar um svokallaða útskúfunarmenningu (e. cancel culture) og femínisma. Guðmundur tók sérstaklega fyrir „einn af hinum svokölluðu áhrifavöldum“ en hann segist hafa horft á umræddan áhrifavald í Kastljósinu um daginn. Ljóst er að Guðmundur er að tala um áhrifavaldinn, þjálfarann og hlaðvarpsstjórnandann Eddu Falak en hún var einmitt í viðtali við Kastljós nýlega þar sem rætt var um málið.

Ef marka má skrif Guðmunds er hann langt frá því að vera ánægður með umrædda útskúfunarmenningu. Hann gengur svo langt að líkja henni við rannsóknarrétt kaþólsku kirkjunnar og talíbanana sem nýlega náðu völdum í Afganistan. Þá líkir hann Eddu við talíbanana í pistlinum. „Áhrifa­vald­ur­inn í áður­nefnd­um Kast­ljósþætti minnti mig óþægi­lega á talíban­ana í Af­gan­ist­an, þar sem dóm­harka og of­stæki ráða för,“ sagði Guðmundur í pistlinum. „Erum við virki­lega kom­in á sama stað og talíban­arn­ir?“

„Þetta er bara algjörlega fáránlegt“

DV ræddi við Eddu Falak um pistilinn og ákvörðun Guðmunds um að líkja henni við hryðjuverkamennina í Afganistan.  „Þetta er bara gjörsamlega galið, ég skil ekki hvaðan hann er að koma með þetta. Ég bara skil ekki hvernig hann tók mín skilaboð í Kastljósinu og fékk þetta út,“ segir Edda í samtali við DV. „Það er augljóst finnst mér að þessi Guðmundur Oddsson er haldinn þvílíkri kvenfyrirlitningu og rasisma.“

Edda segir að orð hans komi henni þó ekki neitt svakalega á óvart. „Það eru alltaf einhverjir sem taka þessa útskúfunarmenningu á einhvern allt annan hátt en það er raunverulega verið að meina. Eins og þetta með að útskúfa fólk sem hefur brotið af sér, það að stíga úr sviðsljósinu eða að lagið þitt sé tekið úr spilun í útvarpinu er ekki dauðadómur,“ segir hún. „Þetta er bara algjörlega fáránlegt, ég held að þetta segi bara meira um hann heldur en alla aðra.“

Þá gagnrýnir Edda að Morgunblaðið hafi birt pistilinn. „Að þetta fái bara birtingu í Morgunblaðinu, það mun ég aldrei skilja, hvernig þetta fór í gegn.“

Mæðginin hlógu saman að rasisma sonarins

Þetta er langt frá því í fyrsta skiptið sem Edda verður fyrir líkingum sem þessum. Reglulega má sjá ljótar athugasemdir um hana á hinum ýmsu samfélagsmiðlum þar sem henni er einmitt líkt við hryðjuverkamenn. Nýlega fékk Edda til að mynda send skilaboð frá ungum strák þar sem hann kallaði hana hryðjuverkamann, hóru og talaði um kynfæri hennar.

Edda brá á það ráð að senda skilaboð stráksins á foreldra hans. Hún bjóst við því að foreldrar hans myndu ræða við hann en þess í stað sendi móðir stráksins honum skjáskot af skilaboðunum. „Davíð, hvað varstu að gera?“ spurði móðirin og bætti við grenjandi hlægjukalli og svo hlógu mæðginin saman að rasismanum í skilaboðunum.

„Þetta er ógeðslega sorglegt, mér finnst ótrúlega sorglegt að sjá að það sé verið að draga svona mikinn rasisma inn í þetta. Það að vera að líkja mér við talíbana, ég er náttúrúlega frá Líbanon. Af hverju er verið að draga einhvern rasisma inn í þetta? Ég hélt einhvern veginn að með því að senda þessi skilaboð á foreldra hans, í stað þess að svara honum eða verða reið, að það yrði tekið á því en svo var ekki,“ segir Edda og bendir á að rasismi sé ekki lærð hegðun. „Rasistar ala upp rasista.“

„Ég er ekki að fara að láta einhvern gamlan kall hafa áhrif á mig“

Edda segist ekki taka ummæli sem þessi inn á sig. „Ég tek þessu ekki persónulega. En það er ótrúlega leiðinlegt að sjá að svona hlutir fái bara birtingu, af því það er alvarlegt að líkja einhverjum sem er að berjast fyrir þolendur ofbeldis, að líkja mér við talíbanana í Afganistan,“ segir hún.

„Mér finnst mjög sorglegt að þetta sé birt, það er annað fólk að lesa þetta, maður veit ekki hver er að lesa þetta eða hvernig fólk myndar sér skoðanir. Þetta er mjög skaðlegt. En ég er ekki að fara að láta einhvern gamlan kall hafa áhrif á mig.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu