Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, var brugðið yfir Facebook-færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns, um mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns, er varðar ofbeldi á skemmtistaðnum B5 árið 2017 og sáttagjörð í því máli.
Vísir.is ræddi við Sigurð Örn sem segir að viðkvæm gögn eins og þau sem Sigurður G. birti með færslu sinni eigi ekki erindi á samfélagsmiðla:
„Mér var sjálfum mjög brugðið þegar ég las þetta í morgun og fæ ekki skilið hvernig lögmanni getur dottið í hug að birta lögregluskýrslur eða viðkvæm gögn úr sakamálarannsókn á samfélagsmiðlum,“ segir Sigurður Örn.
Sigurður Örn bætir um betur og segir að birtingin sé einstakleg ósmekkleg:
„Ég þekki annars ekki til þessa máls og réttlætingarástæður fyrir svona birtingu eru vandfundnar en sjálfum þykir mér þetta einstaklega ósmekklegt. Á vettvangi lögmannafélagsins starfar sjálfstæð úrskurðarnefnd sem hefur það hlutverk að leysa úr svona málum og þeir sem telja á sér brotið geta leitað þangað.“