fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

70 milljón króna tjón á nýbyggingu Félagsbústaða því það gleymdist að skrúfa fyrir heita vatnið

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 4. september 2021 10:30

Stjörnugróf 11 í Fossvogi. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að eins árs töf gæti orðið á opnun íbúða fyrir skjólstæðinga Félagsbústaða við Stjörnugróf 11 í Fossvogvogi. Óhapp varð þegar að vatnsslanga gaf sig með þeim afleiðingum að heitt vatn og gufa lék um nýbygginguna. Tjónið er metið á um 70 milljónir króna sem er rúmlega 25 prósent af heildarbyggingarkostnaði byggingarinnar.

Gleymdist að skrúfa fyrir heita vatnið

Félagsbústaðir standa núna að byggingu tveggja sex íbúðakjarna fyrir skjólstæðinga í Fossvogi. Annarsvegar við Stjörnugróf 11 og hins vegar við Árland 10 en húsin eru sömu gerðar. Útboð á verkefnum fór fram í byrjun árs 2020 og varð verktakafyrirtækið Ari Oddsson ehf. hlutskarpast með tilboð upp á rúmlega 510 milljónir króna í báðar byggingarnar sem var rúmlega 86% af áætluðum byggingarkostnaði.

Framkvæmdir hófust stuttu síðar og voru verklok áætluð á fyrri hluta þessa árs. Óhapp í árslok 2020 gerði þó útaf við þær áætlanir.

Í svari við fyrirspurn DV segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða að gleymst hafi að skrúfa fyrir vatnsslöngu með heitu vatni í byggingunni við Stjörnugróf með þeim afleiðingum að heitt vatn og gufa lék um stóran hluta byggingarinnar. „Tjónið sem af þessu hlaust er metið á um 70 milljónir króna,“ segir Sigrún í svari sínu.

Stjörnugróf 11 í Fossvogi.

Skammt frá nýbyggingunni í Stjörnugróf er sannkallað víti til að varast, hinn myglaði Fossvogsskóli. Það skyldi því engan undra að fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar fari að öllu að gát þegar vatnstjón verður. Mikið púður hefur því farið í að tryggja að mygla komi ekki upp í húsnæðinu í framtíðinni. Upphaflega var reynt að þurrka tréverk í húsnæðinu en að lokum var tekin sú ákvörðun að skipta því öllu út.

Tæplega eins árs töf á verkefninu

Óháð slysinu í Stjörnugróf var líka ákveðið á síðustu stundu að gera breytingar á þökum húsanna sem að þýddi frekar tafir.

Að sögn Sigrúnar eru framkvæmdir hafnar að nýju við byggingarnar og nú er gert ráð fyrir að húsið við Stjörnugróf verði tilbúið í mars á næsta ári en húsið við Árland nokkru fyrr.

Ljóst er að tafirnar eru afar óheppilegar enda er langur biðlisti af skjólstæðingum Félagsbústaða sem bíða eftir því að komast í hentugt húsnæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð