Mál á hendur Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við HÍ og lögmanni, hafa verið felld endanlega niður hjá ríkissaksóknara. Vísir.is greinir frá.
Kristján var úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelsissviptingu og brot gegn þremur konum.
Málið var ekki talið líklegt til sakfellingar og því fellt niður hjá ríkissaksóknara.
DV greindi fyrst frá því í desember 2019 að nágrannar lektorsins í Vesturbæ Reykjavíkur kvörtuðu undan partístandi og lögregla hefði verið kvödd að heimili hans. Þar hefðu fíkniefni verið höfð um hönd.
RÚV greindi síðan frá því fyrst að Kristján hefði verið handtekinn á jóladag vegna ofangreindra ásakana.