Gerður Berndsen hefur í rúma tvo áratugi barist fyrir því að réttlætinu sé fullnægt í máli dóttur hennar, Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem myrt var með voveiflegum hætti árið 2000 þegar henni var kastað fram að svölum á 10.hæð í Engihjalla 9.
Ásgeir Ingi Ásgeirsson var sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í 14 ára fangelsi. Dómurinn var síðan þyngdur um 2 ár en Gerður hefur alltaf verið ósátt við dóminn og vill að málið verði tekið upp að nýju. Gerður hefur tvisvar komið í viðtal við DV vegna málsins, fyrst árið 2005 og aftur árið 2011.
Helsta ástæðan fyrir ósætti Gerðar er sú að í dómi Hæstaréttar er því haldið fram að Áslaug Perla hafi haft samfarir við morðingja sinn áður en ódæðið var framið. Móðir hennar telur hins vegar að sönnunargögn bendi til þess að Áslaugu Perlu hafi verið nauðgað áður en hún var myrt.
Gerður hefur verið óþreytandi í baráttu sinni og í morgun birtist aðsend grein í Morgunblaðinu þar sem hún kallar eftir aðstoð. Þar fer hún yfir atburðarrásina í stuttu máli og bendi á annmarka í rannsókn málin.
Greinin er svo hljóðandi:
Dóttir mín Áslaug Perla Kristjónsdóttir og Ásgeir Ingi Ásgeirsson fóru um dyrnar að Engihjalla 9, 29. maí 2000, að lyftunni. Hann stjórnaði för. Þau komu út á 10. hæð, en þar voru engar íbúðir. Hálfsystir hans bjó í kjallaranum. Margt benti til þess að hann hefði leitað að plássi til nauðgunar í stigaganginum. Hann vissi líka að innangengt var af svölunum inn í brunastigahúsið.
Um leið og þau komu út úr lyftunni beitti hann það miklu afli og offorsi að hann náði að þröngva gallasmekkbuxunum niður að hnjám í einni atrennu og brjóta aðra sylgjuna. Hún féll í gólfið, en náði að sparka tvisvar í hann. Hann henti sér yfir hana og tætti glænýjar nærbuxur hennar í sundur á báðum hliðum. Reif þær síðan undan henni og setti í rassvasann. Þá fékk hún 1×4 cm langa afrifu á annan skapabarminn. Hún barðist af öllu afli á móti honum en honum tókst að nauðga henni.
Gerður segir að þrátt fyrir það hafi dóttir hennar barist áfram og að endingu missti árásarmaðurinn liminn úr leggöngunum. Þá hafi Ásgeir Ingi brugðist við með því að kýla fórnarlamb sitt af öllu afli í ennið svo að Áslaug Perla missti meðvitund.
Hann setti veski hennar yfir axlirnar, tók hana í fangið, bar hana út á svalirnar og lagði hana á handriðið. Hún rankaði við sér og rak upp skaðræðisvein, þá ýtti hann henni fram af. Hann fór inn í brunastigahúsið og henti veskinu á efsta pallinn. Fór síðan á næsta stigapall, reykti þar fimm sígarettur, þaðan í kjallarann til hálfsystur sinnar. Málið var alfarið órannsakað. Það var minnst á brotnu sylgjuna í einni yfirheyrslu. Þá eru sönnunargögnin upptalin.
Gerður segir að þeir sem rannsökuðu málið hafi vitað hvernig dóttir hennar hafi verið myrt. Það hafi komið fram í héraðsdómi.
Handriðið var þakið húðfitu af Áslaugu Perlu. Nóg var af sönnunargögnum og sum komu fram í héraðsdómi, en þau voru bara hunsuð. Hann viðurkenndi verknaðinn samdægurs. Sagðist myndu drepa lögregluna og börn hennar þegar hann losnaði eftir 15 til 20 ár.
Engin sönnunargögn hafi verið lögð fram í Hæstarétti. Ekki einu sinni áverkavottorð. Að hennar sögn hafi áverkar á árásarmanninum verið eftirfarandi.
1. Klór á hægri kinn.
2. Klór hægra megin á hálsi.
3. Á framanverðri öxl.
4. Neðan við hægra brjóst.
5. Á framanverðri vinstri öxl.
6. Við vinstra brjóst. Þar fannst blóð á íþróttatreyju hans.
7. Aftan við vinstra eyra, blóðkögglar í sárinu.
8. Á miðju baki. Þar fannst einnig blóð á íþróttatreyju hans.
9. Neðarlega á baki. Þar fannst einnig blóð á íþróttatreyju hans.
10. Á framhlið síðbuxna hans voru sýnileg óhreinindi á vinstra hné og hægra læri. Komu við spörk hennar.
Í Hæstarétti var hún dæmd fyrir að hafa haft samfarir við nauðgara sinn og morðingja við svalirnar. Ég mun aldrei geta leiðrétt dóminn nema með hjálp