fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Átta hafa sótt um bætur vegna aukaverkana eftir bólusetningu gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 08:30

Bólusetning með Pfizer bóluefni í Laugardalshöll Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta umsóknir um bætur vegna aukaverkana af völdum bólusetninga gegn COVID-19 hafa borist til Sjúkratrygginga Íslands. 3.011 tilkynningar um aukaverkanir hafa borist til Lyfjastofnunar, þar af um 191 alvarlega.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Berglindi Karlsdóttur, deildarstjóra hjá Sjúkratryggingum Íslands, að málin átta sem eru komin inn á borð stofnunarinnar séu misalvarleg. „Við sjáum allt frá yfirliði upp í blóðtappa,“ sagði hún.

Enginn hefur sótt um bætur vegna tímabundinnar lömunar en með lagabreytingu um áramótin var bótaskylda vegna bólusetninga gegn COVID-19 rýmkuð. „Bótaskyldan er víðtækari að því leyti að almennt eru bara sjaldgæfar og alvarlegar aukaverkanir tryggðar. Það var tekið út varðandi Covid-19 bólusetninguna. Eina skilyrðið er að tjónið nái lágmarksbótum sem er í kringum 121 þúsund krónur. Það getur verið bæði líkamlegt tjón eða vinnutjón svo dæmi séu tekin,“ sagði Berglind.

Hún sagði að enn hafi ekki verið tekin afstaða til hvort málin séu bótaskyld.

Þrjár ungar stúlkur fengu hver um tíu milljónir í bætur árið 2015 vegna aukaverkana í kjölfar bólusetningar við svínainflúensu en þær fengu drómasýki í kjölfar bólusetninga og var örorka þeirra metin 75% en það er hámarks örorka.

Tjón vegna bólusetninga á þessu ári þarf að lágmarki að nema 121.047 krónum svo bótaskylda sé fyrir hendi en hámarksgreiðsla er 12,1 milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta