Einn lést af Covid-19 sjúkdómnum síðasta sólarhring. mbl.is greinir frá.
Þetta er fyrsta Covid-andlátið síðan í maí.
Vísir.is greinir frá því að hinn látni hafi verið á áttræðisaldri.
Ekki er vitað hvort hinn látni var bólusettur. Á vef Landspítalans er birt örstutt tilkynning um málið og þar segir:
„Einn sjúklingur lést á Landspítala 25. ágúst 2021 vegna COVID-19. Aðstandendum er vottuð samúð.“
Samkvæmt upplýsingum frá Andra Ólafssyni, nýjum samskiptastjóra Landspítalans er hinn látni á milli sextugs og sjötugs. DV spurði Andra hvort maðurinn hefði verið bólusettur og svaraði hann að ekki yrðu gefnar frekari upplýsingar um sjúklinginn að svo stöddu.