fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Meirihluti landsmanna vill auka fjárveitingar til Landspítalans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn og rekstrarvandi hans hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og miðað við niðurstöður nýrrar könnunar er ljóst að vilji meirihluta þjóðarinnar er að meira fé verði veitt til rekstursins.

Samkvæmt könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið þá vilja 57% þeirra sem taka afstöðu að miklu meira fé verði veitt til reksturs spítalans. 28% vilja að aðeins meira fé verði veitt til hans og 13% vilja halda fjárframlögunum óbreyttum.

2% vilja veita aðeins minna fé eða miklu minna fé til hans. Almennt séð eru konur hlynntari auknum fjárveitingum en 64% þeirra vilja veita miklu meira fé í reksturinn en hjá körlum er hlutfallið 50%.

Nær enginn munur er á afstöðu fólks sem býr á landsbyggðinni og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru með mánaðarlaun upp á 800.000 krónur eða meira eru líklegri til að vilja halda fjárveitingunum óbreyttum en um 25% þeirra vilja að þær haldist óbreyttar eða lækki.

Menntun hefur lítil áhrif á afstöðu fólks en það gera stjórnmálaskoðanir hins vegar. Hjá stuðningsmönnum allra flokka vill meirihlutinn að meira fé verði veitt til spítalans. Hjá Sjálfstæðisflokknum vilja 42% stuðningsmanna að spítalinn fá óbreytt fjárframlög, 6% vilja að þau lækki, 20% vilja að spítalinn fái miklu meira fé og 32% að hann fái aðeins meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt