fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Ingvi Hrafn ákærður fyrir að beina byssu að vegfarendum og lögreglu – „Hamar var uppdreginn, skothylki í hlaupi og önnur 6 í skotgeymi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 15:00

Samkvæmt ákæru beindi Ingvi Hrafn byssunni að fólki hjá Samhjálp, og var síðar handtekinn við Sæbraut af sérsveitinni. mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Ingva Hrafn Tómasson, 29 ára, fyrir hótanir, brot gegn valdstjórninni, hættubrot með því að stofna lífi og limum einstaklinga í hættu auk brota á vopnalögum með því að hafa í lok júní beint hlaðinni skammbyssu að einstaklingum og lögreglumönnum á nokkrum stöðum í Reykjavík. Þetta kemur fram í ákæru yfir Ingva Hrafni, sem DV hefur undir höndum.

DV greindi frá því á sínum tíma að lögreglan hefði verið kölluð að húsakynnum Samhjálpar þar sem vopnaður maður hafði ruðst inn á kaffistofu hjálparsamtakanna í hádeginu og haft í hótunum við gesti. „Það greip um sig mikil hræðsla meðal viðstaddra á meðan þessu stóð. Fólk er algjörlega miður sín,“ sagði vitni að árásinni við DV.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðar þann sama dag sagði að sérsveitin hefði handtekið manninn skammt frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu, eða á göngustíg við Sæbraut.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði sem birtist í dag á vef Landsréttar segir jafnframt að Ingvi hafi verið, samkvæmt lýsingum lögreglumannanna, í annarlegu ástandi og að sést hefði til hans sjúga hvítt duft upp í nef sér. „Aðspurður eftir handtöku kvað hann að um kókaín hafi verið að ræða,“ segir í úrskurðinum.

Hótaði fjölmörgum vegfarendum og fjórum lögreglumönnum

Ákæran gegn Ingva er í fimm liðum. Í þeirri fyrstu segir að Ingvi Hrafn hafi í tvígang beint hlaðinni skammbyssu af tegundinni Pietro Beretta, 7,65 mm, að tveimur einstaklingum þar sem þeir voru staddir í húsakynnum Samhjálpar í Borgartúni.

Þá snúa næstu tveir ákæruliðir að hótunum sem Ingvi er sagður hafa haft uppi við lögreglumenn. Er hann þar sagður hafa beint umræddri hlaðinni skammbyssu að fjórum lögreglumönnum. Fyrst að tveimur þeirra við Bríetartún 1 og aftur þar sem þeir voru staddir á Sæbraut við gatnamót Snorrabrautar, þar sem hann var loks handtekinn.

Skammbyssa sambærileg þeirri sem Ingvi er ákærður fyrir að hafa hótað fólki og lögregluþjónum með. mynd/wiki

Þá er Ingvi ákærður fyrir að hafa á leið sinni frá skrifstofum Samhjálpar í Borgartúni og niður að Sæbraut þar sem hann var handtekinn ítrekað beint skotvopninu „í ýmsar áttir,“ í átt að vegfarendum.

Ekkert öryggi og hnífur í vasa

Er þess sérstaklega getið í ákærunni að hamar byssunnar hafi verið uppdreginn, að skothylki hafi verið í hlaupi byssunnar og önnur sex í skotgeymi, og að öryggi byssunnar hafi ekki verið á. Úr því má lesa að til þess að hleypa af skoti hafi aðeins þurft að toga í gikkinn. Þá kemur fram í fyrrnefndum gæsluvarðhaldsúrskurði að fleiri skot hefðu fundist á hinum handtekna.

Þá er Ingvi loks ákærður fyrir brot á vopnalögum, en samkvæmt ákærunni var hann ekki með leyfi fyrir skotvopninu né fjaðrarhníf af tegundinni AKC Italy, sem hann er sagður hafa borið er hann var handtekinn.

Héraðssaksóknari krefst þess að Ingvi verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og að skammbyssan og hnífurinn verði gerð upptæk.

Gekk frjáls þrátt fyrir handtöku á Sushi social fyrr í vor

Samkvæmt öruggum heimildum DV var Ingvi Hrafn einnig handtekinn fyrir stórhættulega hnífstunguárás á veitingastaðnum Sushi Social í byrjun apríl. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að hann sé grunaður um stórfellda árás eða hugsanlega tilraun til manndráps vegna árásarinnar.

Vakti það athygli margra að ekki hafi verið farið fram á gæsluvarðhald yfir Ingva eftir árásina á Sushi Social, en hann gekk frjáls þangað til hann var svo handtekinn með skammbyssuna á Sæbraut. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá og mun áfram sitja þar til dómur fellur, en þó eigi lengur en til 14. september, klukkan 13, samkvæmt fyrrnefndfum gæsluvarðhaldsúrskurði.

Ingvi á talsverðan afbrotaferil að baki meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Til viðbótar við árásina á Sushi Social og í húsi Samhjálpar er hann grunaður um líkamsárás í samverknaði við tvo aðra í mars á þessu ári. Leikur grunur á að um svokallaða handrukkun hafi verið að ræða. Þá er Ingvi jafnframt grunaður um fíkniefnamisferli frá því í apríl á þessu ári.

Neðangreint myndband náðist af árásinni á Sushi Social.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm löggur á þing – Þrír læknar í sama flokknum

Fimm löggur á þing – Þrír læknar í sama flokknum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Friðrik Ómar tapaði hundruðum þúsunda með augnabliksóvarkárni – „Passið ykkur“

Friðrik Ómar tapaði hundruðum þúsunda með augnabliksóvarkárni – „Passið ykkur“