fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Styrmir Gunnarsson er látinn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. ágúst 2021 06:15

Styrmir Gunnarsson er látinn, 83 ára að aldri. Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er látinn 83 ára. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi í gær eftir baráttu við afleiðingar heilaslags fyrr á árinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu.

Styrmir fæddist þann 27. mars 1938 í Reykjavík. Hann var sonur Salmaníu Jóhönnu Jóhannesdóttur og Gunnars Árnasonar og var hann elstur fimm systkina.

Styrmir kvæntist Sigrúnu Finnbogadóttur, sem lést 2016, og eignuðust þau tvær dætur, Huldu Dóru og Hönnu Guðrúnu.

Styrmir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Ísland 1965. Hann var virkur í félagsmálum og var formaður Orators 1960-1961 og formaður Heimdallar 1963-1966. Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1966-1969.

Hann starfaði á Morgunblaðinu megnið af starfsævi sinni og byrjaði að skrifa reglulega í blaðið þegar hann var tvítugur. Hann hóf síðan störf á ritstjórn þess 1965 og starfaði þar allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir þann 2. júní 2008. Þar af sem ritstjóri frá 1972.

Hann hélt áfram að skrifa um þjóðmálin eftir að hann lét af störfum og birtist síðasta grein hans í Morgunblaðinu í dag en það var eitt síðasta verk hans áður en hann lést að senda hana til blaðsins. Bók hans, Ómunatíð, vakti mikla athygli en í henni fjallaði Styrmir um geðsjúkdóm eiginkonu sinnar en hann lét sig geðheilbrigðismál alltaf miklu varða.

DV vottar fjölskyldu Styrmis samúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“