fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Skattakóngar aldarinnar: Björgólfur á Íslandsmetið – Guðbjörg borgað 1,6 milljarða

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 21. ágúst 2021 08:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram til ársins 2018 tíðkaðist það að Ríkisskattstjóri sendi frá sér lista yfir gjaldhæstu einstaklinga hvers árs og sendi tilkynningu á fjölmiðla. Um var að ræða lista þar sem komu fram öll gjöld viðkomandi einstaklings, þar á meðal tekjuskattur og fjármagnstekjuskattur, ólíkt því þeim upplýsingum sem birtast í tekjublaði DV þar sem aðeins eru gefnar upp launatekjur einstaklinga.

Listinn var um tíma kallaður hákarlalistinn og var fyrirkomulag hans æði misjafnt. Á fyrstu árum aldarinnar var gefið upp hver hefði verið skattakóngur í hverju skattaumdæmi fyrir sig en síðan var farið að gefa út lista fyrir allt landið en á honum voru allt frá 20 til 40 einstaklinga.

Árið 2019  var síðan tilkynnt að birting listann samræmdist ekki útreikningum sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Dagar hákarlalistans eru því taldir en DV tók saman yfirferð yfir skattakónga- og drottninga á þessari öld.

Björgólfur skattakóngur aldarinnar

Björgólfur Guðmundsson er sá Íslendingur sem greitt hefur hæstu skattana á einu ári gjöldin hafa verið núvirt.  Björgólfur, sem á árunum fyrir hrun var einn umsvifamesti fjárfestir landsins, greiddi 400 milljónir króna í skatt árið 2004 vegna hagnaðar af ýmsum fjárfestingum sínum. Á verðlagi dagsins í dag væri það um 875 milljónir króna.

Björgólfur Guðmundsson

Næsthæstu gjöldin á þessari öld voru greidd á hrunárinu sjálfu 2008. Það gerði apótekarinn Kristinn Gunnarsson sem seldi hlut sinn í Actavis með vænum hagnaði. Kristinn greiddi um 451 milljón króna til skattayfirvalda á sínum tíma en á verðlagi dagsins í dag eru það 804 milljónir króna.

Þriðju hæstu gjöldin á þessari öld greiddi svo Þórður Rafn Sigurðsson árið 2015 en skattana greiddi hann af hagnaði sínum á sölu útgerðarinnar Dala-Rafns í Vestmannaeyjum. Alls greiddi Þórður Rafn 795 milljónir króna í skatt á núvirði sem var naumlega meira en þær 755 milljónir króna, að sjálfsögðu á núvirði, sem Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banki, greiddi á hinum örlagaríka ári 2007.

Hreiðar Már Sigurðsson

Aðeins tvær drottningar á listanum

Aðeins tvisvar sinnum gerði það á öldinni að konur væru þær sem greiddu mest í skatt. Það var annarsvegar Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona og fjárfestir úr Vestmannaeyjum, sem greiddi 484 milljónir króna að núvirði í skatt árið 2010 og síðan Sigríður Vilhjálmsdóttir árið 2018 sem greiddi alls 479 mkr í skatt þegar hún seldi ásamt öðrum eignarhlut sinn í HB Granda.

Þá hefur það aðeins einu sinni gerst að einhver auðkýfingur verður tvöfaldur skattakóngur og það sem meira er þá gerðist það tvö ár í röð, árin 2011 og 2012. Þar var á ferðinni Þorsteinn Hjaltested sem efnaðist gríðarlega af sölu lands við Vatnsenda til Kópavogsbæjar sem að hann hafði fengið í arf. Ættingjar töldu að á þeim hafi verið brotið við úthlutun arfsins og enn hafa dómsmál vegna skiptingar auðæfanna ekki verið til lykta leidd.

Þorsteinn Hjaltested

Þorsteinn fékk ekki að njóta auðæfanna lengi en hann féll frá árið 2018.

Útgerðareigendur oftast á lista

Þegar rennt er yfir listana á þessari öld má segja að hann sé við fyrstu sýn ansi fjölbreyttur. Oftar en ekki er um að ræða einstaklinga sem að selja fyrirtæki í sinni eigu en að stærstum hluta er um að ræða viðskipti með sjávarútvegsfyrirtæki. Þegar betur er að gáð kemur þó fljótt í ljós að sömu nöfnin skjóta reglulega upp kollinum.

Þannig birtist Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, alls í tíu skipti af átján á listanum en hann nær aðeins einu sinni að vera skattakóngur ársins. Við þau tímamót sendi hann fréttatilkynningu á fjölmiðla landsins þar sem hann sagðist ekki vera skattfælinn maður. Í þessi tíu skipti hefur Þorsteinn Már persónulega greitt því sem samsvarar 1,1 milljarði að núvirði í gjöld til hins opinbera.

Frændi hans, Kristján V. Vilhelmsson, hefur einnig birst í tíu skipti á listanum en þó aldrei sem skattakóngur. Hann státar aðeins af einni silfurmedalíu í gegnum árin. Þegar greiðslur hans eru núvirtar kemur í ljós að hann hefur greitt tæplega 1,4 milljarð króna í skatta á þessum árum.

Áðurnefnd Guðbjörg M. Matthíasdóttir ber þó höfuð og herðar yfir skattgreiðendur aðra skattagreiðendur það sem af er öldinni. Hún birtist á listanum í alls sex skipti á undanförnum á árunum átján. Einu sinni sem skattadrottning, eins og áður segir, en einu sinni í öðru sæti listans og einu sinni  í þriðja sæti.

Guðbjörg M. Matthíasdóttir

Þegar greiðslur hennar í sameiginlega sjóði landsmanna þessi sex ár eru núvirtar þá hefur Guðbjörg alls greitt skatta uppá tæpa 1,6 milljarða króna.

Þá eru þjóðþekktir menn eins og Kári Stefánsson, Skúli Mogensen, Róbert Wessman og Baltasar Kormákur reglulegir gestir listans.

Kári Stefánsson. Mynd/Anton Brink

Hæstu skattgreiðendur í gegnum árin á núvirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum