fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Tekjublað DV: Björn Ingi gerði það gott í Covid-faraldrinum – Með nokkrar milljónir á mánuði

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 19:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans og sérlegur áhugamaður um Covid-19 veiruna, hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla þegar kemur að fjármálum. Árið 2017 fór félag Björns, sem sá þá um útgáfu Pressunar, Bleikt.is og 433.is, í gjaldþrot.

Í fyrra var Björn dæmdur til að greiða þrotabúi félagsins 80 milljón krónur. Þessar 80 milljónir áttu að hafa verið endurgreiðsla á láni frá Birni en þegar lögmenn félagsins fóru yfir bókhaldið kom í ljós að lánið hafði aldrei verið veitt. Frjáls fjölmiðlun, félagið sem tók yfir eignir félags Björns á sínum tíma, átti að taka yfir skuld félagsins við Björn en þegar upp komst að skuldin var Björns megin var því að sjálfsögðu rift.

Ekki var nóg að Björn hafi verið dæmdur til að greiða 80 milljónir í fyrra heldur fór einnig sýslumaður fram á gjaldþrotaskipti Viljans, fjölmiðilsins sem hann á og stýrir í dag. Sem betur fer fyrir Björn náði hann að snúa vörn í sókn og var beiðnin um gjaldþrotaskipti afturkölluð.

„Auðvitað hef ég fundið velvilja undanfarna mánuði í þessum COVID-19 slag öllum, en þetta kom mér samt ánægjulega á óvart og fyrir það er ég þakklátur,“ sagði Björn Ingi á Facebook-síðu sinni í kjölfarið.

Björn gaf í fyrra út bókina Vörn gegn veiru þar sem hann fjallaði um faraldur kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur hann verið afar áberandi á blaðamannafundum þríeykisins í faraldrinum.

Ljóst er að það hefur birt til í fjármálum Björns en hann gerði ansi vel á árinu 2020. Í Tekjublaði DV, sem kom út í dag, má sjá að Björn fékk ansi góð laun á árinu 2020, eða 4.029.203 krónur á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“