Aðfaranótt mánudagsins 9. ágúst síðastliðinn fannst Dziugas Petrauskas, 27 ára gamall fyrrum knattspyrnumaður frá Litháen, látinn í grennd við Húsavík. Hann hafði flust til Íslands fyrr á árinu eftir að hafa fengið starf í Kísilverksmiðju PCC á Bakka.
Þetta kemur fram í umfjöllun íþróttamiðilsins Sportas.lt Segir að Petrauskas hafi hrapað til bana fram af klettum í grennd við Húsavík og að lögregla sé með málið í rannsókn. Samkvæmt heimildum DV er talið að Petrauskas hafi svipt sig lífi.
Petrauskas var öflugur knattspyrnumaður sem spilaði aðallega sem hægri bakvörður. Hann átti leiki með U-18 og U-19 ára landsliðum Litháen. Þá spilaði hann í efstu deild Litháen fyrir liðið knattspyrnuliðið FC Ekranas allt þar til liðið varð gjaldþrota árið 2014 og var lagt niður. Liðið var síðan endurreist úr brunarústunum í fyrra og er Petrauskak minnst með hlýju á Facebook-síðu félagsins þar sem hrundið er af söfnun fyrir eftirlifandi systur hans.
Félagið FC Ekranas kom frá frá borginni Panevezys og eftir gjaldþrotið fór Petrauskas að spila fyrir nýtt lið í sömu borg, FC Panevezys. Þar staldraði hann stutt við og eftir aðra skamma dvöl hjá félaginu Kupiskis lauk knattspyrnuferli hans þegar hann var aðeins 25 ára gamall.