fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Íslendingurinn ekki í standi til að koma fram fyrir dóm í hrottalega morðmálinu

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 20:00

Samsett mynd: Daníel Gunnarsson og borgin Ridgecrest

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Gunnarsson, sem er grunaður um að hafa framið hrottalegt morð í borginni Ridgecrest í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna, er ekki í standi til að koma fram fyrir dóm. Frá þessu greinir staðarmiðillinn Kget.net.

DV greindi fyrst íslenskra miðla frá máli Daníels. Í maí á þessu ári fann lögreglan í Ridgecrest illa farið lík hinnar 21 árs gömlu Katie Pham. Daníel var handtekinn vegna málsins, en hann var á vettvangi með blóð á höndum og hálsi auk þess sem blóð fannst á buxum hans.

Áverkar á líki Pham voru miklir en meðal annars var hún með mörg stungusár á líkama og aftan á höfði. Þá leikur grunur að lík Pham hafi verið limlest eftir dauða hennar.

Lesa nánar: Íslendingur grunaður um morð í Bandaríkjunum – Talinn hafa sundurlimað líkið eftir ódæðið

Daníel Gunnarsson fæddist árið 2000. Hann hefur búsettur vestanhafs undanfarin ár. Þangað flutti hann frá Íslandi ásamt móður sinni sem var af tékknesku bergi brotinn en faðir hans er íslenskur.

Það var í dag, miðvikudag, sem dómari í Ridgecrest úrskurðaði að Daníel væri í standi. Hann mun þurfa að dvelja á spítala, eða annarri heilbrigðisstofnun, þar mun hann fara í meðferð hjá fagaðila. Í næsta mánuði verður ákveðið hvaða heilbrigðisstofnun og úrræði muni henta honum best áður en hann kemur fram fyrir dómi.

Dómarinn notaðist við skjöl frá sálfræðingi Daníels sem hafði það að markmiði að kanna hvort að skjólstæðingur sinn hefði skilning á dómsmálinu gegn sér. Einn verjandi Daníels tjáði sig um ástand hans og sagði að hann væri í raun „ekki móttækilegur fyrir neinu,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Samstöðvarinnar mátti kalla eigendur Elju þrælahaldara – Var krafinn um 15 milljónir í bætur

Blaðamaður Samstöðvarinnar mátti kalla eigendur Elju þrælahaldara – Var krafinn um 15 milljónir í bætur
Fréttir
Í gær

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rútuslys rétt hjá Þjórsárbrú

Rútuslys rétt hjá Þjórsárbrú
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði