Allt frá því að Fishrot-mútuhneykslið kom upp í Namibíu hafa starfsmenn og verktakar á vegum Samherja kortlagt og skipulagt aðgerðir sem eiga að bæta ímynd fyrirtækisins hér heima og í sumum tilvikum koma höggi á aðila innanland ssem taldir eru til óvildarmanna fyrirtækisins. Þetta kom bersýnilega í ljós þegar samskipti hópsins, sem uppnefndur hefur verið „skæruliðadeildin“, láku til fjölmiðla eins og Stundarinnar og Kjarnans.
Samkvæmt álagningaskrá Ríkisskattstjóra er ljóst að launamunur kynjanna er verulegur á skæruliðamarkaði en hallinn er þó í heldur óvenulega átt.
Arna Bryndís McClure, lögfræðingur Samherja – 1.953.301
Þorbjörn Þórðarson, lögmaður og almannatengill- 715.354
Jón Óttar Ólafsson, einkaspæjari – 500.000
Páll Steingrímsson, skipstjóri og pistlahöfundur um málefni Samherja – 470.870
Tekjublað DV kemur út í prentútgáfu í fyrramálið, miðvikudaginn 18. ágúst, og verður blaðið fáanlegt í lausasölu í öllum betri verslunum.
Löng hefð er fyrir útgáfu blaðsins sem mun innihalda upplýsingar um tekjur yfir 2.600 Íslendinga á síðasta ári, þar á meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar, stjórnenda fyrirtækja, áhrifamanna í íslenskri stjórnsýslu, þjóðþekktra listamanna og áhrifavalda.