fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Ákærður fyrir morðið á Freyju Egilsdóttur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 05:40

Freyja Egilsdóttir Mogensen. Mynd: Lögreglan á austur Jótlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskir saksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Flemming Mogensen fyrir að hafa myrt Freyju Egilsdóttur Mogensen þann 29. janúar í ár í Malling á Jótlandi. Flemming er ákærður fyrir að hafa kyrkt Freyju og að hafa síðan hlutað lík hennar í sundur og reynt að fela líkamshlutana í húsi hennar og garði.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Flemming framdi morð. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi árið 1996 fyrir að hafa myrt tvítuga barnsmóður sína á hrottalegan hátt þann 23. nóvember 1995. Hann stakk hana að minnsta kosti 18 sinnum á heimili hennar í Kildegaardsparken í Odder sem er aðeins nokkrum kílómetrum frá húsinu þar sem hann er talinn hafa myrt Freyju. Konan fannst liggjandi í blóði sínu í íbúðinni sem bar merki þess að þar hefðu slagsmál átt sér stað. Þau áttu tveggja ára son.

Það var Flemming sem tilkynnti um hvarf Freyju þann 2. febrúar en þá sagði hún að hún hefði ekki skilað sér heim eftir kvöldvakt á hjúkrunarheimilinu sem hún starfaði á. Hann var handtekinn þennan sama dag, grunaður um að hafa myrt hana. Lögreglan fann síðan líkamshluta Freyju í húsi hennar og garði. Flemming var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir og hefur verið í varðhaldi síðan.

Flemming Mogensen. Skjáskot af Instagram.

 

 

 

 

 

 

 

Þegar gæsluvarðhaldskrafan var tekin fyrir játaði hann að hafa myrt Freyju. Jesper Rubow, saksóknari hjá lögreglunni á austanverðu Jótlandi, segist eiga von á að Flemming muni játa sök þegar aðalmeðferð málsins fer fram en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður.

Í Danmörku er það oft einn dómari sem dæmir í málum þar sem játning liggur fyrir en það verður ekki hægt í þessu máli því saksóknarar reikna með að leggja fram kröfu um að Flemming verði dæmdur til öryggisvistunar í fangelsi. Þegar slík krafa er lögð fram er dómurinn venjulega fjölskipaður og sitja þá leikmenn í honum með dómara. Öryggisvistun er ein þyngsta refsingin sem hægt er að beita í Danmörku og þýðir yfirleitt að sakborningar sitja í fangelsi til æviloka. Þeir geta sótt um reynslulausn en það er sjaldan sem orðið er við slíkum beiðnum.

Ekstra Bladet hefur eftir Rubow að hann reikni með að réttarhöldin taki skamman tíma, ekki heilan dag, þar sem játning liggi fyrir og Flemming muni væntanlega játa sök fyrir dómi og því þurfi ekki að leiða vitni fyrir dóm.

Áður hefur komið fram að Freyju var vel kunnugt um fortíð Flemming en þau kynntust þegar hann tók þátt í sérstakri áætlun til aðlögunar að samfélaginu þegar hann var að ljúka afplánun morðdómsins. Þau áttu tvö börn saman, fimm ára dóttur og tíu ára son. Flemming átti einnig 27 ára son, saman með hinni konunni sem hann myrti, og hafði Freyja gengið honum í móðurstað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“